Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
RITDÓMAR
207
Tomasson nefnir, en það er ekki þar með sagt að ójöfnuður á sviði Ixfskjara,
tækifæra og valda sé ekki fyrir hendi. Þó fólk tali sarnan á jafnréttisgrund-
velli fylgir ekki nauðsynlega að skipting tekna og valda sé jöfn í þjóðfélaginu.
Hvað þetta atriði snertir má benda á að ísland líkist Bandarikjunum
nokkuð, en mun síður Bretlandi þar sem snobb, titlar, mállýskur, hátterni
og samskipti eru mjög bundin virðingarstöðu. Þó er skipting tekna, til
dæmis, nokkuð ójafnari í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Tomasson segir
því aðeins fremur lítinn hluta sögunnar auk þess að gera sig sekan um al-
gjörlega óverjandi og villandi alhæfingar sem móta alla umfjöllun hans.
Þessi vinnubrögð eru sérstaklega ámælisverð þegar þess er gætt að grund-
vallarmunur á hugtökunum virðingarstétt og efnahagsstétt (status og class)
er eitt það fyrsta sem allir nemendur í þjóðfélagsfræðum læra í klassískum
kenningum Webers.
Fjandskap íslendinga í garð yfirvalda túlkar Tomasson loks alfarið sem
enn eitt merki um menningararfleifð frá þjóðveldinu, þ. e. ást Islendinga
á sjálfræði og einstaklingshyggju. Óneitanlega virðist það mikil einföldun
að skoða þetta ekki einnig í ljósi þeirrar staðreyndar að lengst af hafa ís-
lendingar búið við drottnun erlendra, og oft mjög óbilgjarnra, yfirvalda.
Athafnir nýlenduherranna hér voru án efa oft þess eðlis að þær einar sér
skýri miklar óvinsældir þeirra meðal landsmanna.
í bók Tomassons er töluverðu rúmi varið í athyglisverða umfjöllun um
vöxt og viðgang mannfjöldans í landinu og fjölskylduhætti. Þar er að finna
nokkur dæmi um óvarlegar ályktanir af rannsóknargögnum, sérstaklega
opinberum talnagögnum. Til dæmis dregur Tomasson hiklaust þá ályktun
af fremur hárri tíðni óskilgetinna barna í mannfjöldaskýrslum að Islend-
ingar hafi verið, og séu enn, óvenju lauslátir í kynlífi og fjölskylduháttum.
Það má vel vera að íslendingar séu miklir athafnamenn í kynlífi og hafi
auk þess lítið látið segjast af siðaboðum kristinnar trúar. En í ljósi þess
hve stór hluti þeirra barna sem í skýrslum Hagstofunnar eru flokkuð sem
„óskilgetin" eru í reynd börn sambýlisfólks, eða fólks sem síðar gengur í
helgan hjúskap, er óverjandi að kveða upp þann dóm að lauslæti sé meira
hér en i nágrannalöndunum. Stór hluti af þessu „lauslæti" skýrist einmitt
af þeim íslensku viðhorfum til hjúskapar og sambúðar sem Tomasson gerir
góða grein fyrir.
Nokkra minni hnökra á ályktunum og staðreyndalýsingum er að finna í
bókinni, m.a. vegna vafasamra gagna sem til giundvallar eru lögð. Á einum
stað (bls. 48) er þess t.d. getið að fremur hátt hlutfall íbúanna hafi verið
betlarar, en fimm síðum aftar er lögð áhersla á það að lífsgæði hafi verið
óvenju jöfn og vitnað til ferðalýsingar Uno von Troil þar sem segir „að
hvorki séu íslendingar sérlega ríkir né finnist þar betlarar". Á blaðsíðu
45 er sagt að ÞjótSvarnarflokkurinn hafi stofnað Samtök frjálslyndra og
vinstri manna og að Samtökin hafi fylgt sömu stefnu þó með meiri hóg-
værð væri. Hvortveggja er einfaldað og ýkt.
í heild má segja að Tomasson hafi fallið í þá gryfju að taka fulltrúan-