Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 182
GOÐSAGNIR OG SANNFRÆÐI
í athugasemdum sínum dregur Þór Whitehead fram ýmsar nýjar heimildir
og skýrir mál sitt nánar. Þótt efnið sé mér hugleikið sé ég ekki ástæðu til að
endurskoða skrif mín með hliðsjón af þeim viðbótum og skýringum.
Um matsatriði eins og þau hvort umfjöllun mín lúti einkum að aukaat-
riðum, sé í strangari „umvöndunartón" en tilhlýðilegt geti talizt, ellegar á
misskilningi reist má rökræða til eilífðarnóns. Fáir yrðu til að fylgjast með
slíkum skrifum og því ástæðulaust að hefja þau.
Að öðru leyti virðist það einkum á skilja, hvaða ályktanir megi draga af
þeim heimildum sem notaðar eru. Ég tel höfund á ýmsum stöðum of djarf-
an; aðrir verða svo að dæma um það.
Lengri þyrfti athugasemd mín strangt tekið ekki að vera, en þó kýs ég að
bæta þessu við:
Grein Gunnars Thoroddsen um verndun fullveldisins er í mínum augum
ekki annað en almennt orðaðar hugleiðingar á hátíðastund þar sem ýmsar
hugmyndir eru lauslega viðraðar mönnum til umþenkingar og vekja miklu
fremur spurningar en svör. Kjarni málsins er sá að grein af þessu tagi, ein
sér, er allskostar ófullnægjandi sem heimild um mörkun nýrrar og ger-
breyttrar stefnu í utanríkismálum.
Um Gerlach segir höfundur eða gefur í skyn allmiklu meira en heimildir
hans leyfa. Sama er að segja um flugstöðvabeiðni Þjóðverja 1939. Meðan
ekki koma í leitimar fyllri gögn má endalaust láta gamminn geisa og geta
í eyðurnar og eiga þá á hættu að lenda á villigötum. Skrif mín eru ekki nein
„málsvörn . . . fyrir SS-foringjann“ eins og höfundur virðist álita, heldur
fjalla þau um mat á sögulegum heimildum.
Fyrirætlanir um námuvinnslu í Eyrarfjalli við Önundarfjörð og afskipti
Newcomes Wright af fjármálum íslendinga hefðu lesendur án efa séð í öðru
ljósi ef höfundur hefði sagt greinilegar deili á þeim sem við sögu komu og
kynnt betur fyrirætlanir þeirra, þar á meðal lýst hugmyndum Newcomes
Wright um eflingu atvinnulífs á íslandi. Lesandinn hefði þá a. m. k. feng-
ið hugboð um að fleira hefði knúið á um þessar athafnir en ævintýramennska
í fjármálum.
Og þá er komið að hlutleysi sagnaritarans. Hér verð ég að láta nægja að
lýsa þeirri skoðun að sagnaritari komist ekki hjá að taka afstöðu. Þrátt fyrir
það getur hann látið alla njóta sannmælis. Hann má gjarna taka mið af
vinnubrögðum dómarans, og þarf ég vonandi ekki að lengja mál mitt með
frekari skýringum.
Þótt af mörgu sé að taka skal hér staðar numið, enda get ég ekki sligað
Skírni með þessum skrifum. Tilgangurinn var og er að hvetja til varfærni,
en að baki býr sá ótti að sumt í bók höfundar, m. a. það sem ég hef sérstak-
lega gert að umtalsefni, gæti orðið kveikja að „goðsögnum" en af þeim er
nóg í sögu íslendinga.
Sigurður Lindal