Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 182

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 182
GOÐSAGNIR OG SANNFRÆÐI í athugasemdum sínum dregur Þór Whitehead fram ýmsar nýjar heimildir og skýrir mál sitt nánar. Þótt efnið sé mér hugleikið sé ég ekki ástæðu til að endurskoða skrif mín með hliðsjón af þeim viðbótum og skýringum. Um matsatriði eins og þau hvort umfjöllun mín lúti einkum að aukaat- riðum, sé í strangari „umvöndunartón" en tilhlýðilegt geti talizt, ellegar á misskilningi reist má rökræða til eilífðarnóns. Fáir yrðu til að fylgjast með slíkum skrifum og því ástæðulaust að hefja þau. Að öðru leyti virðist það einkum á skilja, hvaða ályktanir megi draga af þeim heimildum sem notaðar eru. Ég tel höfund á ýmsum stöðum of djarf- an; aðrir verða svo að dæma um það. Lengri þyrfti athugasemd mín strangt tekið ekki að vera, en þó kýs ég að bæta þessu við: Grein Gunnars Thoroddsen um verndun fullveldisins er í mínum augum ekki annað en almennt orðaðar hugleiðingar á hátíðastund þar sem ýmsar hugmyndir eru lauslega viðraðar mönnum til umþenkingar og vekja miklu fremur spurningar en svör. Kjarni málsins er sá að grein af þessu tagi, ein sér, er allskostar ófullnægjandi sem heimild um mörkun nýrrar og ger- breyttrar stefnu í utanríkismálum. Um Gerlach segir höfundur eða gefur í skyn allmiklu meira en heimildir hans leyfa. Sama er að segja um flugstöðvabeiðni Þjóðverja 1939. Meðan ekki koma í leitimar fyllri gögn má endalaust láta gamminn geisa og geta í eyðurnar og eiga þá á hættu að lenda á villigötum. Skrif mín eru ekki nein „málsvörn . . . fyrir SS-foringjann“ eins og höfundur virðist álita, heldur fjalla þau um mat á sögulegum heimildum. Fyrirætlanir um námuvinnslu í Eyrarfjalli við Önundarfjörð og afskipti Newcomes Wright af fjármálum íslendinga hefðu lesendur án efa séð í öðru ljósi ef höfundur hefði sagt greinilegar deili á þeim sem við sögu komu og kynnt betur fyrirætlanir þeirra, þar á meðal lýst hugmyndum Newcomes Wright um eflingu atvinnulífs á íslandi. Lesandinn hefði þá a. m. k. feng- ið hugboð um að fleira hefði knúið á um þessar athafnir en ævintýramennska í fjármálum. Og þá er komið að hlutleysi sagnaritarans. Hér verð ég að láta nægja að lýsa þeirri skoðun að sagnaritari komist ekki hjá að taka afstöðu. Þrátt fyrir það getur hann látið alla njóta sannmælis. Hann má gjarna taka mið af vinnubrögðum dómarans, og þarf ég vonandi ekki að lengja mál mitt með frekari skýringum. Þótt af mörgu sé að taka skal hér staðar numið, enda get ég ekki sligað Skírni með þessum skrifum. Tilgangurinn var og er að hvetja til varfærni, en að baki býr sá ótti að sumt í bók höfundar, m. a. það sem ég hef sérstak- lega gert að umtalsefni, gæti orðið kveikja að „goðsögnum" en af þeim er nóg í sögu íslendinga. Sigurður Lindal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.