Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
213
inu. Fyrr en þá var í rauninni engum höfundi auðið að gefa sig að leik-
ritun sem aðalviðfangsefni í skáldskap. En að vísu er það ræktarleysi í
meira lagi við helsta leikritaskáld samtímans, hinar nýju leikbókmenntir
og við leikhúsið sjálft, ef ekki verður brátt undinn bugur að því að gera
lesendum leikrit Jökuls Jakobssonar aðgengileg og varðveita þau í varan-
legri mynd sinni í bókum.
Það er vitað um Jökul að hann lagði einatt mikið traust á vinnuna í leik-
húsinu að leikritum sínum. Að minnsta kosti sum þeirra tóku verulegum
breytingum, fengu varanlegt mót á tefingum þeirra í samvinnu við leik-
stjóra og leikhópinn hverju sinni. Aftur á móti virðist hann ekki hafa hirt
um að halda leikritunum til haga í endanlegri gerð. Af því leiðir að minnsta
kosti sum leikrit hans, og þar á meðal einhver hin helstu, eins og SumariÖ
37, Klukkustrengir og Sonur skóarans og dóttir bakarans, hafa ekki varð-
veist nema í misjafnlega frágengnum leikhúshandritum, og orkar þá margt
tvímælis um endanlega gerð textans, orðræðunnar sjálfrar og sviðs- og leik-
lýsinga. Það má sjá í formála Fríðu Sigurðardóttur fyrir bók hennar um
leikrit Jökuls að hún hefur haft ærið erfiði að komast yfir og gera sér
grein fyrir „réttum texta" leikritanna (7—8). Þeim mun undarlegar horfir
við, nú þegar leikrit Jökuls Jakobssonar eru tekin til rækilegrar rannsókn-
ar, að af bókinni verður ekki ráðið að höfundur hennar hafi sjálf séð eitt
einasta þeirra á leiksviði.
Fríða Sigurðardóttir tekur það að vísu skýrt fram í fyrsta kafla bókar
sinnar að hún sé ekki að fjalla um leikritin sem leiksviðsverk sér í lagi
heldur sem hver önnur skáldrit, bókmenntir: „Hér er ekki verið að skrifa
um sýningar þessara leikrita, heldur fyrst og fremst um texta þcirra sem
leikrænna skáldverka, merkingu þeirra og hugmyndir og þá lífssýn, sem þau
birta,“ segir hún (14). En það er annar handleggur, sem Frxða ræðir ekki,
hvort unnt sé með hægu móti að gera slíkan greinarmun leikrits og leik-
sýningar þar sem fjalla skal um leikbókmenntir. Ræðst ekki merking, hug-
myndir, lífsýn leikritanna beinlínis af leikrænum möguleikum og úrkost-
um sem textinn jafnharðan geymir og tekur á sig endanlega mynd fyrir
sjónum okkar á sviðinu? Eða í huga okkar á meðan við lesum. Er ekki bók-
menntalegt og leikrænt gildi í meginatriðum samt og jafnt?
Litlu fyrr í inngangskaflanum gerir Fríða Sigurðardóttir grein fyrir skoð-
un sinni á greinarmun skáldsögu og leikrits og þar með eðli leikbókmennta.
Hún segir:
Skáldsagnahöfundur hefur mun frjálsari hendur við samningu verks
síns en leikritahöfundurinn, sem verður að afmarka efni sitt við
ákveðinn flutnings- eða sýningartíma verksins og þá möguleika, sem
leiksviðið gefur. Hinn epíski sögumaður er horfinn úr leikritinu líkt
og í skáldsögu, þar sem svonefndri hlutlægri frásagnaraðferð er beitt.
Slík frásagnaraðferð er einnig nefnd epísk-dramatísk frásögn, þar
eð höfundur leitast við að sýna söguna með því að láta persón-
ur hennar birtast í gegnum orð og gerðir, en reynir að hverfa sjálf-