Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 186
184 HEIMIR ÞORLEIFSSON SKÍRNIR
skip úr brezka flotanum, komi til stranda íslands og Danmerkur inn-
an fárra daga.“
Þó að von væri á brezkum herskipum á íslandsmið, gat Hullþing-
maðurinn Charles H. Wilson ekki á sér setið að kvarta yfir vondri
meðferð íslendinga á brezkum sjómönnum. Hann bar fram eftirfar-
andi fyrirspurn í neðri málstofunni 3. júlí 1896:
„Ég vil leyfa mér að spyrja aðstoðarutanríkisráðherra, hvort hann
hafi fregnað, að sunnudaginn 20. júní hafi gufutogarinn St. Lawrence
frá Hull komið til hafnar í Reykjavia (sic) á íslandi til þess að taka
ís, birgðir, olíu og kost, svo sem gert hafði verið við fyrri tækifæri.
Þegar skipið hafði verið sex stundir í höfn, var skipstjóra sagt, að
yfirvöld (the magistrates) hefðu gefið skipun um, að is fengist enginn.
Þegar skipstjóri kom í skrifstofu yfirvalda (bæjarfógeta), var honum
sýndur reikningur fyrir útgjöldum og honum auk þess gert að greiða
12 punda sekt. Ef sektin yrði ekki greidd, yrði skipstjóri að bíða
réttarhalds. Sektin var greidd, en henni mótmælt um leið. Skipstjóri
spurði yfirvöldin, hvernig hann ætti að fara að, þar sem hann væri
með matarlaust skip. Hann fékk þetta svar: „Farðu út á Flóa og
veiddu þér i soðiS, éttu svo fisk og drekktu blávatn, þangað til þú
kemst heim.“ (Saga ísl. togaraútgerðar fram til 1917, bls. 17—18).
Úr þessum texta vinnur Gils Guðmundsson með þeim hætti, að hann
tekur sumt upp orðrétt eða næstum því orðrétt, en annað endursegir hann.
Lokaklausunni, sem honum hefur sennilega fundizt hnittin, slær hann upp
sem millifyrirsögn, en hefur þó breytt henni nokkuð. Lítum nú á texta Gils:
„Stjórn hennar hátignar er fyllilega ljóst mikilvægi þessa máls og
hversu æskilegt er að finna lausn á ríkjandi ástandi." Síðan getur
ráðherra þess, að sendiherra Breta í Kaupmannahöfn hafi verið falið
að taka málið upp við dönsku stjórnina og gera henni ljósa alvöru
þess. Loks klykkir ráðherra út með þessum orðum: „Búist er við, að
æfingadeild, sem í eru fjögur skip úr breska flotanum, komi til
stranda íslands og Danmerkur innan fárra daga.“
„Veiddu þér i soðið og drekktu blávatn."
Enda þótt fjögur bresk herskip hefðu nú verið send á íslandsmið,
þótti G. H. Wilson, þingmanni frá Hull, ástæða til að ræða málið enn
í neðri málstofunni 3. júlí. Hann skýrir fyrst frá svohljóðandi atviki,
sem gerst hefði 20. júní. Þann dag hafði togarinn St. Lawrence frá
Hull komið til Reykjavíkur í því skyni að taka ís, kol, olíu og kost.
Var skipstjóri sektaður um 12 pund. Sektina greiddi hann hjá bæjar-
fótgeta, en mótmælti henni um leið. Þegar hann spurði, hvernig
hann ætti að fara að, þar sem hann væri með matarlaust skip, fékk
hann þetta svar: „Farðu út i Flóa og veiddu þér í soðið, éttu svo fisk
og drekktu blávatn, þangað til þú kemst heim.“ (bls. 45).
Atriði, sem breytt hefur verið, en eru þó innan tilvitnunarmerkja, eru
sýnd með skáletri. Sérstaka athygli vekur, að Gils telur víst, að Tjallinn