Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 162
160
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
2. Lög gegn innflutningi gyðinga (178)
Sigurður segir, að ég hafi staðhæft, að ríkisstjórn íslands hafi rætt slíka
lagasetningu 1939. í bókinni er þetta þó ekki svo ótvírætt, því að þar stend-
ur, að rætt hafi verið um lagasetninguna, „að því er breskur sendimaður,
Berkeley E. F. Gage, hafði eftir Hermanni Jónassyni forsætisráðherra“.t
Með þessum tilvitnuðu orðum reyndi ég að slá nokkurn varnagla, þótt hann
sé varla nógu skýr. Ég hef engar heimildir til að styðja fullyrðingu Gages.
Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, sem las alla bókina í handriti nema
frásögnina af gyðingamálum, segir, að Gage hafi á röngu að standa. Aldrei
hafi komið til orða í ríkisstjórninni að setja sérstök lög um innflutning
gyðinga. Á hinn bóginn taldi ég mig ekki geta gengið framhjá orðum Gages,
þar sem skrif hans öll bera honum „Agætan vitnisburð um glöggskyggni og
elju“ eins og Sigurður Líndal orðar það (197).
Allt um það er ljóst, að ein höfuðástæðan til þess, að stjórnvöld meinuðu
gyðingum að flytja hingað, var kreppan í atvinnulífinu. Aðstæður voru slík-
ar, að fáar ríkisstjórnir hefðu árætt að opna landið fyrir ótakmörkuðum
straumi innflytjenda.
Það kemur mér annars á óvart, að Sigurður skuli telja það fráleitt, að til
tals hafi komið 1939 að verja hið „hreina kyn" íslendinga. Ég vefengi ekki
orð Eysteins Jónssonar um, að lagasetning til að takmarka innflutning gyð-
inga hafi aldrei verið rædd í ríkisstjórninni. En fer það saman við hugmynd-
ir manna um að vernda íslenskt þjóðerni og menningu að hleypa inn í land-
ið fjölda erlendra manna af framandi kynstofni? Ekki var það svo tveimur
árum eftir að Berkeley Gage var hér á ferð, sbr. það skilyrði Islendinga
fyrir herverndinni 1941, að Bandaríkjamenn sendu enga blökkuhermenn
hingað til lands. Sama skilyrði mun hafa verið sett 1951, þótt á næstu árum
hafi íslendingar gengið fram fyrir skjöldu með Norðurlandaþjóðunum við
að fordæma kynþáttaaðskilnað í Suður-Afríku.
3. Afstaða Sveins Björassonar til sambands fslendinga við Dani
(179)
Sigurður segir:
Heldur höfundur því fram að Danir hafi vonað að konungssamband
héldist þótt íslendingar tækju að öðru leyti málin í sínar hendur. Enn-
fremur segir hann að Sveinn Björnsson hafi verið sama sinnis....
Hann tilgreinir enga heimild fyrir þessari fullyrðingu sem hefði þó
verið nauðsynlegt því að ósennilegt er, svo að ekki sé meira sagt, að
sendiherra íslendinga í Danmörku — og þá ekki síst jafnvarkár maður
og Sveinn Björnsson — hefði látið í ljós vonir sem hann hlaut að vita
að voru ekki í samræmi við þjóðarviljann.
Hér ber fyrst að gæta að því, að það er kunn, söguleg staðreynd, en ekki
fullyrðing mín, að Danir hafi viljað halda í sambandið við Islendinga.ú Ég
hélt, að sama máli gegndi um afstöðu Sveins Bjömssonar 1939, þótt ég hefði
sennilega vísað í heimild um það, ef ég hefði ekki haft í hyggju að taka