Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 166
164
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
ekki frá okkur Þórarni komið, en spyrja má, livort Gunnar hefði getað óskað
eftir trausti, fulltingi, samúð og vináttu stjórnvalda, sem hann var fullkom-
lega andsnúinn? Grein Gunnars í Þjóðinni er einmitt besta heimildin um
tvíbenta afstöðu hans og mig furðar að Sigurður skuli ekki koma auga á
það. „Vináttu-sambúð" Islendinga við Þýskaland átti að áliti Gunnars að
hvíla á þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnista. Þetta voru þær „taug-
ar“ sem hann sjálfur lét ráða afstöðu sinni til þýskra nasista samkvæmt
Þjóðargreininni. Sigurði hefði verið nær að vísa til þess, að Gunnar hefði
misskilið utanríkisstefnu nasista, eins og margir lýðræðissinnar höfðu gert
fram að átökunum um Tékkóslóvakíu. Gunnar hélt, að þýskir nasistar væru
í krossferð gegn alþjóðlegum kommúnisma og sá „þátturinn í baráttu Þýska-
lands" væri „miklu sterkari heldur en einræðiskenningar þess og andstaðan
gegn lýðræðinu“.lO Hann leit á einræðiskenningu nasista sem heimilisböl
Þjóðverja og óviðkomandi samskiptum þeirra við önnur ríki. A þessum for-
sendum lagði hann til, að Islendingar leituðu verndar hjá Þjóðverjum gegn
sameiginlegum fjendum, bolsum og sósíalistum. Með því hafði hann ekki
lagt blessun sína yfir stjórnarfar nasista í Þýskalandi. A það er engin dul
dregin í bók minni, þótt annað megi skilja á skrifum Sigurðar Líndals. í
bókinni segir:
Aftur á móti hafnaði Gunnar algjörlega nasismanum í grein sinni, með
því að íslendingar ættu ekki til „þann hernaðaranda, þá blindu hlýðni
og löngun til að láta skipa oss og segja fyrir verkum, sem er undanfari
og frumskilyrði einræðisins". Tillaga hans um, að Islendingar styddust
jöfnum höndum við stórveldin tvö, var sett fram í anda „raunsæis“.
Valdahlutföllin í álfunni höfðu breyst, og Þjóðverjar stóðu nú jafn-
fætis Bretum. Af þeim sökum taldi Gunnar eflaust óvarlegt að mis-
muna rnjög stórveldunum. Tryggast væri að láta þau bæði ábyrgjast
sjálfstæði Islands.il
Þannig voru aðstæður 1938—39. Hitler hafði raskað valdajafnvæginu og
ógnaði öllum ríkjum álfunnar stórum og smáum. Sá var vandi íslendinga
jafnt og annarra þjóða, þótt Sigurður leiði það hjá sér, þegar hann ræðir
hlut þeirra Gunnars Thoroddsens, Páls Torfasonar og Werners Gerlachs,
sem ekkert eiga annað sameiginlegt en það að koma við sögu í Ófriði í aðsigi.
Allir þeir, sem vilja sjá, geta séð, hve byltingarkennt það var að ætla að
leita „trausts og fulltingis" hjá ríkisstjórn Adolfs Hitlers í árslok 1938. Nas-
istar höfðu þá hertekið tvö nágrannaríki Þýskalands og voru á góðri leið
með að draga álfuna inn í nýtt ófriðarbál með yfirgangi sínum. Á þessum
tímamótum hvatti Gunnar Thoroddsen til þess, að þjóðin yrði sér úti um
„aukna tryggingu" fyrir sjálfstæði landsins, leitaði til þeirra afla, sem friðn-
um ógnuðu, og bæði þau um að vernda fullveldið með Bretum. Sigurður
Líndal segist ekki sjá, að neinn „marktækur munur" hafi verið á afstöðu
Gunnars og annarra forvígismanna lýðræðisflokkanna. Hann þykist ekki
greina þann reginmun, sem var á því að gæta hófs í blaðaskrifum um þýska
nasista og leita til þeirra um að verja fullveldið og bjóðast til að miða