Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 62
60
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
hlaut grið hafa e. t. v. báðir talið sig þurfa að verja hendur sín-
ar. Óvígðir menn í Noregi báru ósjaldan viðurnefnið „djákni“.
Er því hugsanlegt að Guðmundur og Þórður hafi verið óvígðir.23
Kristinréttur Árna biskups frá 1275 bendir til að kirkjunni
hafi orðið vel ágengt að fá viðurkennda friðhelgi presta, djákna
og súbdjákna því að þar segir m. a.: „ .. . hver er heiftugri hendi
misþyrmir klerk . . .“ sé í banni „þar til er hann fær lausn eftir
guðs lögum með forsjá biskups". Ákvæðið er ekki bundið við
efstu vígslustigin þrjú, en fullyrða má að friðhelgi þeirra klerka
sem þau höfðu hlotið hafi notið almennrar viðurkenningar um
1275. Þetta má óbeint marka af því hversu ágengt Árna varð á
bilinu 1265—70 að fá viðurkennt einlífi klerka. I kristinrétti
hans segir enn:
Þessir menn megu eigi kvenna fá, klaustra menn, prestar, djáknar, súbdjákn-
ar, vitstolnir menn, geldingar . . .21
Þegar klerkar með ofangreind æðri vígslustig voru farnir að
uppfylla kröfur um siðvendni, afneitun og strangt líferni al-
mennt varð vafalaust auðveldara að fylgja eftir kröfum um frið-
lielgi þeirra. En slíkt átti enn alllangt í land um 1235. Það var
fyrst árið 1237 sem páfi bannaði prestum í Niðaróserkibiskups-
dæmi að kvongast. Þeir Gissur jarl og Árni Þorláksson, þá stað-
gengill biskups á Hólum, deildu um það árið 1265 eða sem næst
því hvort djáknar mættu kvænast. Árni sagði þá biskupa Hein-
rek á Hólum (1247—60) og Brand á sama stað (1263—64) hafa
bannað öllum kennimönnum með hinar hærri vígslugráður að
kvænast en jarl bar fram „fornan landssið og sjálfs sín dæmi“
að djáknum hefði verið leyft hjónaband. Hér varð Árni leik-
seigari og þegar hann var orðinn biskup árið 1269 tókst honum
að slíta hjónabandi Egils súbdjákns Sölmundarsonar í Reyk-
holti.25
í bréfi erkibiskups frá 1173 eða því sem næst er gert ráð fyrir
aflausn frá páfa fyrir að vega eða aflima kennimann en frá erki-
biskupi fyrir að slá eða særa. Kröfurnar virðast hafa verið linað-
ar 1189/90 þar sem biskupar fengu þá þetta vald erkibiskups.
Síðar virðast þær hafa verið hertar mjög því að árið 1206 fékk
erkibiskup, að eigin ósk, leyfi páfa, Innósentíusar III, að leysa
þá sem beitt hefðu klerka ofbeldi nema af hefði hlotist ör-