Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 221
SKÍRNIR
RITDÓMAR
219
og þvílxka þætti í skáldlist Jökuls Jakobssonar verður lesandinn litlu nær
af umræðu Fríðu Sigurðardóttur.
Og hún lendir, eins og vonlegt er, í óttalegum kröggum að ráða fram úr
formgeið leikjanna, korna kenningu sinni um raunsæislegt meginform og
eðli þeirra heim við raunverulega skipan efnis og rithátt í þeim. Þetta
verður alveg skýrt af umræðu hennar um Klukkustrengi, hlutverk orgel-
stillarans og stöðu hans í leiknum:
Galli verksins er, að heimur orgelstillarans verður hvergi nægilega
skýr til að andstæður þessara tveggja heima fái að njóta sín. Allar
persónur leiksins eru í leit að einhverju, sem geti gefið lífi þeirra
tilgang. Orgelstillarinn einn heldur áfram leit sinni, hin gefast upp.
Það eru einu raunverulegu andstæðurnar, sem máli skipta f leikn-
um. (191-192)
Fríða gerir sér ekki ljóst að Klukkustrengir fjalla alls ekki um slíkar
andstæður sem hún lýsir; þær andstæður sem um er að tefla í leiknum er
allar að finna innan fólksins sem skipað er umhverfis orgelstillarann.
Hans verk er einvörðungu að hræra við hug fólksins í leiknum og vekja
það til lífs á ný, minninguna um það sem eitt sinn gaf lífi þeirra gildi,
eða það heldur að hafi gefið lífinu gildi. Þegar snerting hans er úti er
lífinu lokið; allt eins og það áður var. Þessvegna á orgelstillarinn enga
forsögu í leiknum nema þá sem annað fólk yrkir honum til handa; heim-
ur hans er þess heimur.
Fríða hefur fyrir sér tvö handrit leiksins, „annað í upphaflegri gerð, en
hitt með breytingum leikstjóra sýningar Þjóðleikhússins," segir hún (171).
Eins og kunnugt er samdi Jökull Jakobsson Klukkustrengi á vegum Leik-
félags Akureyrar og var sjálfur viðriðinn æfingar leiksins þar, en ekki verð-
ur séð að Fríða hafi kynnt sér leikhandrit þeirrar sýningar. Svo mikið er
víst að þeir staðir í textanum sem hún greinir til marks um sérstakan
„heim orgelstillarans" (185, 189) voru felldir niður í sýningu leiksins bæði
á Akureyri og í Reykjavík.
Hér er auðvitað komið að því hvað sé „réttur texti“ hvers og eins verks.
Það virðist einfalt mál um þau leikrit sem prentuð voru um daga höf-
undarins. En hvað um öll hin leikritin? Geymir yngsta frágengið handrit
höfundar „endanlega gerð“ hvers leikrits? Eða leikhandrit sem hann hefur
sjálfur átt hlut að eða minnsta kosti samþykkt frágang þess? Leikrit er
ekki fullsamið fyrr en á sviði, merking þess verður fyrst Ijós í sýningu.
Hætt er við að ritskýrandi í sporum Fríðu Sigurðardóttur komist ekki af
með að lesa saman handrit, verði um síðir að freista þess að meta sjálfur
dramatísk auðkenni, verðleika, gildi textans. En þótt Fríða geti víða um
fyrirhöfn sína við textakönnun kemur hvergi fram svo ljóst sé hvaða við-
miðun hún í rauninni hafi um réttan eða endanlega texta leikritanna.
Fríðu Sigurðardóttur er annt um að sjá í Syni skóarans og dóttur bak-
arans lokaáfanga á höfundarferli, niðurstöðu af skáldskap Jökuls Jakobs-
sonar, svo annt að hún kýs að fara eftir „handriti höfundar sem fullunnu