Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 222
SKÍRNIR
220 ÓLAFUR JÓNSSON
listaverki" (215) og lætur sér yfirsjást alveg augljós missmíði sem á því
eru út frá hennar eigin raunsæislegu viðmiðun um efni leikritsins. En eins
og kunnugt er féll Jökull frá í þann mund sem æfingar leiksins voru að
hefjast í Þjóðleikhúsinu. Svo aðeins sé tekið einfaldasta dæmið eru tíma-
setningar upp á móti sjálfum sér í texta leiksins. Fyrsti þáttur gerist á
einum degi síðdegis, en annar þáttur hefst um morguninn á eftir og ger-
ist þann dag. Fleur kemur til sögunnar snemma í fyrsta þætti en sofnar
og sefur á tröppunum að Hótel Áróru fram í lok þáttarins þegar hinir
dularfullu fylgdarmenn hennar birtast á sviðinu. Þeir eru handteknir í
öðrum þætti svo að Jói fái tóm til að skjóta undan spiladósinni, sönnunar-
gagni um þátttöku hans í fjöldamorðum hinumegin á hnettinum, en
ljóst má vera í lok þáttarins að það ætlar hann sér ekki að gera. I þriðja þætti
skerst i odda með þeim oddvitanum, þegar Jói vill stöðva verksmiðjuna,
sanna sök á Kap. Þá lætur oddviti þá fylgdarmenn lausa úr prísund sinni
og þeir koma fram réttlæti á Jóa. Engin ástæða að ætla að langur tími
sé liðinn, minnsta kosti hefur engin hentug ferð fallið burt á milli
þátta. Raunar gæti þátturinn þessvegna gerst á þriðja degi, öðrum degi
eftir heimkomu Jóa í plássið. Samt sem áður er endurreisn verksmiðj-
unnar og þorpsins með henni vel á veg komin í öðrum þætti, fram-
leiðsla hafin, skip komið að sækja fyrsta farminn og lífið í þorpinu ger-
breytt í þriðja þættinum.
Nú er lítill vandi að sjá við þessu í verki. Má til dæmis líta svo á að í
leiknum sé tíminn tvöfaldur í roðinu, eða þá sé hann tímalaus, hafinn
yfir venjulegt tímatal eins og hann líka gerist handan við heiminn, hafinn
yfir raunverulega staðfræði. Nær að leggja upp úr einu áreiðanlegu tíma-
setningu í leiknum þar sem segir skýrum orðum að hann gerist daginn
fyrir dómsdag. I leiknum verður dómsdagur í og með því að Jói sprengir í
loft upp verksmiðjuna og með henni þann heim sem hann sjálfur endur-
reisti i þorpinu. En þótt heimurinn farist lifir samt sem áður í leiks-
lokin draumurinn um betra líf, annan og fegurri heim — þar sem sumir
róa til fiskjar og aðrir rækta lítinn garð, en einhver syngur á meðan hinir
vinna. Draumurinn sem Halldór lét sig dreyma í Sjóleiðinni til Bagdad.
Og það er hann og hann einn sem gefur lífinu gildi.
En Fríðu er svo annt um að lesa í leiknum reiðilestur yfir margbannsettri
borgarastétt og i og með henni hinum eða öðrum „bölvöldum mannkyns"
að hún megnar ekki að gefa öðru efni hans gaum.
Á sinn hátt er mikil nýlunda að riti Fríðu Sigurðardóttur um leikrit
Jökuls Jakobssonar. Þar er þess freistað að koma akademískri ritskýringu
við verk samtímahöfundar, fjallað um höfuðskáld okkar ungu leikbók-
mennta og þar með um nýja bókmenntagrein í landi. Því er bágt að
sjá hve ósýnt Fríðu er um greinarmun epískra og dramatískra bókmennta,
skáldsögu og leikrits og þar með leikhús, leiksvið sem vettvang og miðil
skáldskapar. Og raun til þess að vita að meðan leikritin sjálf eru ennþá
óútgefin hlýtur bók hennar að verða aðalheimild um efni og aðferðir