Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 146
144
SIGURÐUR BJARNASON
SKÍRNIR
um góða og guðdómlega W. E. Channing, og flestar skoðanir
hans tileinka ég mér með hug og hjarta, og stend við það! Að
öðru leyti prédika ég hér ekki opinberan unitarismus, því um
þrenningarlærdóminn hér má segja, að það gildi einu hvar
frómur flækist, það er annað og meira vitlaust í kirkju-(torf-
kirkju)-garmi landsins, kóngsins, biskupsins og (ég vænti) Drott-
ins, en sú kredda, enda er réttast að taka þess konar á þessum
tímum með föðurlegri rnildi og fyrirsjón, en engum asa.“
Hér segist Matthías tileinka sér „flestar“ skoðanir Channings.
En hverjar tileinkar hann sér og hverjar ekki? Afstaða Matthías-
ar til þrenningarlærdómsins er nokkuð skýr í bréfinu til sr. Jóns,
og hann skrifar til sama manns tveim árum síðar: „Dogmam
trinitatis tólera ég sökum heimsku og harðúðar aumingjanna, en
vitleysa er það og verður frá eilífð til eilífðar!“ Mér virðist að
í þessu efni hafi Matthías alveg verið á bandi Channings en
hann hefur trúlega ekki haft hátt um þennan þátt trúarskoðana
sinna.9
Sé þrenningarkenningunni hafnað vaknar alltaf spurningin
um stöðu Krists. Hver var skoðun Matthíasar í þessu efni? 1
bréfi til Valdimars Briem 1891 segir hann: „Ég hef aldrei trúað
á, því síður kennt Krist sem tóman mann, því það er víst, að
kristindómurinn er farinn, hætti menn að trúa á Guð í Kristó.“10
Og í bréfi til sr. Jóns Jónssonar, Stafafelli, 1913 ræðir hann í
löngu máli stöðu Krists. Þar segir m. a.: „Páll postuli ávarpar
sinn Jesúm Krist aldrei í bæn og ákalli, heldur æfinlega alföð-
urinn sjálfan, og þar er fyrirmyndin.“n I þessu efni tel ég skoð-
anir Matthíasar vera nokkuð óljósar. Þó finnst mér hann telja
Krist vera mann fyrst og fremst en í honum sé neisti frá guði og
hann sé fremstur allra manna.
Þó að Matthías hafi sennilega ekki látið mikið frá sér fara í
ræðustóli um afstöðu sína til ofannefndra trúarhugmynda er
ekki hægt að segja það sama um kenninguna um eilífa útskúfun
sem virðist hafa verið sá þáttur rétttrúnaðarins sem var honum
sérstaklega ógeðfelldur. Hann segir í bréfi til Valdimars Briem
1891: „Útskúfunarlærdómurinn er sá langversti úlfur í kirkj-
unnar hjörð; hann eyðir meiru en allir aðrir vargar til samans."12
í prédikun 1. desember 1891 snýst Matthías gegn rétttrúnaði og