Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 45
SKÍRNIR
ÍSLENSKA SAMHEITAORÐABÓKIN
43
issa. Ég sé t. d. að í inngangi sænsku samheitaorðabókarinnar
eftir Strömberg er minnst á þess konar áhyggjur, en þar er slíkt
tal borið til baka og bent á hversu mikill áhugi sé á notkun
samheitaorðabóka þar í landi.10 Allt tal um orðfæð skólanem-
enda á sér að einhverju leyti rætur í misrnun kynslóðanna og
hinu fræga bili milli þeirra. Margir kennarar voru aldir upp í
sveitum og kunna málfar sveitafólks með því orðafari sem þar
tíðkaðist, en skólaæska bæjanna hefur annan orðaforða, tengdan
öðrum veruleika en sveitinni. Vita þeir sem þetta lesa t. d. hvað
samlieitin hljóðgervill og svuntuþeysir merkja? Þó veit líklega
hver sá unglingur það sem eitthvað veit um popptónlist. En ef
samheitaorðabókin á að vera handa allri þjóðinni, þá verður
líka að taka tillit til þessa unga fólks. Hún á ekki að útiloka
neinn aldurshóp; mál ungra sem gamalla á að vera þar.
f ritdómi um Orðabók Blöndals frá 1925 er talað um orðið að
hakka, sem „fávísar konur og ófróðir kaupmenn" taki sér í
munn, og er ritdómari að amast við því í orðabókinni.11 En sam-
heitaorðabókin á ekki að forðast slík orð. Hún á erindi til allra
sem eru „ófróðir" og „fávísir“ um málið, hvort sem þeir eru
konur eða karlar. Mál húsagarðanna og leikvallanna, „þeirra
sem eiga að erfa landið“, á þar líka sinn tilverurétt.
Það hefur verið rætt, hvaða málstefnu bókin eigi að hafa, og
þess verið getið, að merkja bæri hvað sé óæskilegt og hvað ekki,
svipað og gert hefur verið í Orðabók Menningarsjóðs. En ég
treysti mér ekki til að gera slíkt. í þeim samheitaorðabókum sem
ég hef skoðað er heldur ekki að finna neins konar málhreinsun-
arstefnu. Ég sé ekki ástæðu til að varast erlend tökuorð, ef þau
eru orðin algeng og fara vel í málinu. í því efni vil ég vitna til
Maós formanns um að láta blómstra hundrað blóm — málblóm
ef menn vilja. Hins vegar væri æskilegt að auðkenna stílgildi
orða, og vonandi verður hægt að gera það að einhverju marki og
af einhverju viti.
Sem kunnugt er liafa menn haft á því æði mismunandi skoð-
anir, hvernig standa beri að því að auka orðaforða tungunnar.
Freysteinn segir á einum stað í formála sínum á þessa leið:
Sömuleiðis tel ég það málspjöll, að taka upp eitt útlent orð í stað margra ís-
lenzkra, t. d. Politik, Stemning o. fl. þess háttar orð, sem geta þýtt svo margt,