Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 179
SKÍRNIR BRÉF TIL SKÍRNIS 177
veldis (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1959), bls. 153, 191. Pór White-
head: „Stórveldin og lýðveldið", Skirnir, CXLVII. (1973), bls. 217.
0 Jón Krabbe: Frá Hafnarstjórn til lýðveldis, bls. 116—18:
„Því fór þess vegna fjarri að vel stæði á fyrir íslandi að eiga nú [á
kreppuárunumj að fara að undirbúa framkvæmd samþykktar Alþingis
um afnám sambandslaganna, og þar með að taka að sér meðferð utan-
ríkismáianna. Þótt ísiand stæði nú allt öðru vísi að vígi en áður um
menn til þessara starfa og enda þótt landinu væri nú meiri nauðsyn en
fyrr að taka mörg störf í sínar hendur, eftir að samskiptin við önnur
lönd voru svo mjög tekin að snúast um vöruskiptasamninga, hlaut til-
hugsunin um þau miiljónaútgjöld á hverju ári sem leiða myndi af því
að taka meðferð utanríkismálanna algerlega í eigin hendur að verða
mönnum alvarlegt áhyggjuefni. Þáverandi ríkisstjórn íslands gerði sér
einnig fulla grein fyrir þessu, og hafði hún í kyrrþey beðið Svein Björns-
son að gera áætlun um þennan tilkostnað. Gekk hann frá henni og
sendi ríkisstjórninni. Hann var svartsýnn á möguleika íslands að taka
utanríkismálin algerlega 1 eigin hendur eins og þá var háttað um fjár-
hagsafkomuna. Erfiðieikarnir voru okkur í Kaupmannahöfn næsta aug-
ljósir í sambandi við starf okkar að útvegun nýrra lána, jafnframt því
sem unnið var að því að standa í skilum með skuldbindingar ríkisins
dag frá degi. Árið 1939, skömmu áður en síðari heimsstyrjöldin skall á,
sendi Sveinn Björnsson forsætisráðherra íslands skýrslu þar sem hann
lýsti persónulegri skoðun sinni á þessu máli í framhaldi af fyrri bréfa-
skiptum um fjárhagsmálefni; komst hann að þeirri niðurstöðu að vert
væri að taka til athugunar, hvort ekki ætti að semja um að sambandinu
væri haldið áfram með vissum breytingum um takmarkaðan tíma.“
Sveinn Björnsson: „Um konungssambandið", Morgunblaðið, 12. ágúst
1939:
„Nú hafa komið fram, þegar fyrir nokkuð löngu síðan, slíkar yfirlýsing-
ar á Alþingi, að vitað er, að eftir árslok 1940 munu Islendingar krefjast
þess, að byrjað verði á samningum um ENDURSKOÐUN sambandslag-
anna... .
Hvort við notum þennan rétt [uppsagnarréttinnj út í ystu æsar eða
gerum nýjan samning við Dani, víðtækari en við aðrar þjóðir, það kem-
ur til kasta stjórnmálamannanna og vilja þjóðarinnar á sínum tíma. Það
er ekki mitt hlutverk að fara út í þá sálma. En ekki er ástæða til annars
en að treysta því, að fram úr því verði ráðið af viti og fullri fyrirhyggju
og að vel vfirveguðu máli. Það verður prófsteinn á stjórnmálaþroska
íslendinga ....
Það, að bæði ríkin séu frjáls og fullvalda og að samband sé um konung-
inn, fellur utan við samninginn i lögunum.
Auðvitað hefðum við aldrei gengið að því, að það væri samningsatriði,
sem Danir mættu segja upp skv. 18. gr. sambandslaganna, að Island
12