Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1982, Page 201

Skírnir - 01.01.1982, Page 201
SKÍRNIR RITDÓMAR 199 reyndust sérlega röskir, urðu fyrstir til að ljúka sínum rannsóknum og hafa verið iðnir við að birta niðurstöður á prenti. Danir hafa farið sér hægar en ekki verið síður iðnir. Hjá þeim hafa fæðst 375 „project papers . . . which were discussed at a long series of group meetings" (24). Aðrir hafa ekki látið sitt eftir liggja, sótt fundi, flutt erindi og samið ritgerðir. Öll fræðileg vinnubrögð hafa verið vönduð og aðferðafræðileg umræða hefur verið mjög lífleg. Búast má við að bókin sem hér skal fjalla um færi aðstandendum sínum lof meðal starfsbræðra á Norðurlöndum sem utan þeirra. Stjórnmálamenn ættu því að örvast til að styrkja frekara samstarf af þessu tagi. Bókin ætti að vera greið aflestrar öllum áhugasömum lesendum sem læsir eru á ensku. Þó er Ijóst að hún er fyrst og fremst ætluð fræðimönnum í allri umfjöllun og framsetningu. Einhverjir kunna að finna henni þetta til foráttu en á móti kernur að háttvirtir kjósendur eru þegar famir að njóta góðs af niður- stöðum eyðibýlarannsóknanna í yfirlitsritum, ætluðum almennum lesendum, t. d. í Noregi, og meira mun verða af slíku. Rannsóknimar munu tryggja að jafnan verði um að ræða samanburð milli Norðurlanda í umfjöllun um eyði- býlamál í einstökum löndum. Þetta er ekki ólíklegt til að efla skilning Norð- urlandabúa á því að þeir búa að ýmsu leyti við mjög svipaðar aðstæður og gætu þess vegna oft þurft að glíma við svipaðan vanda. Vitneskja manna um búnaðarkreppuna á síðmiðöldum var mjög í molum en með rannsókninni miklu var stefnt að því að draga upp heildarmynd fyrir hvert land af umfangi kreppunnar og lýsa samfelldri þróun á bilinu 1300—1600. Lögð var áhersla á að velja mismunandi svæði til rannsóknar, frábrugðin um t.d. loftslag, eignarhald, undirstöðuatvinnu (kornrækt/fisk- veiðar) til að fá fram sem skýrasta heildarmynd. Gefinn er sérstakur gaum- ur að einkennum eyðibýla, legu, jarðarstærð o. s. frv., athuguð áhrif þéttbýlis og verslunar á eyðingu byggðar og samband landskuldarverðs og byggðar- eyðingar, svo að eitthvað sé nefnt. Deiklarstjórar rannsóknarinnar fjalla hver um sinn þátt hennar í bókinni, einn um landskuld og rentu, annar um félagslegu hliðina o. s. frv. og tekur hver þáttur til allra Norðurlandanna. Kaflarnir eru þó birtir í nafni allra höfundanna. Þannig er lögð áhersla á samþættingu og samvinnu höfund- anna. Eins og vænta mátti skila hinar umfangsmiklu rannsóknir nýjum niður- stöðum. Menn þykjast t.d. geta fullyrt með sæmilegri vissu að 36.500 býli hafi verið í byggð í Noregi um 1300 en um 1520 hafi þau verið alls um 16.000 og eyðing því numið 56% (94). Birt er skrá yfir umfang eyðingar á einstökum rannsóknarsvæðum og er henni skipt í flokka eftir umfangi, 1) „mjög umfangsmikil" (40% og yfir); 2) „umfangsmikil" (25—40%); 3. „um- talsverð" (15—20%); 4) „ekki umtalsverð" (að 15%). Eyðingin reyndist hafa verið mest víðast í Noregi og á sumum stöðum í Danmörku en íslensku svæðin hafna í 3. og 4. flokki (102). Ein meginniðurstaðan er sú að eyðing byggðar hafi verið mest um 1450
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.