Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1982, Page 161

Skírnir - 01.01.1982, Page 161
ÞÓR WHITEHEAD Trú í verki Bréf til Skírnis í skírni 1981 birti Sigurður Líndal ýtarlega ritsmíð um bók mína ÓfriÖur i aðsigi. Þótt Sigurður finni fremur að aukaatriðum verksins en aðalatriðum, tel ég sjálfsagt að láta svar koma á móti, ekki síst fyrir þá sök, að enginn maður hefur ritað jafnlangt mál um bókina. Mun ég nú taka fyrir gagnrýni Sigurðar lið fyrir lið og vísa jafnframt til blaðsíðutals í grein hans. 1. Dómur Hæstaréttar yfir Þórbergi Þórðarsyni (175—77) Hér vitnar Sigurður Líndal í þessi orð mín í Ófriði i aðsigi: Lýsing Þórbergs á ógnaræði nasista var í höfuðatriðum rétt, en áður en glæpir Hitlers voru „sannaðir" fyrir rétti, létu milljónir manna lífið og sættu pyndingum í fangabúðum hans.l Sigurður segir: „Þessi ummæli verða ekki skilin öðruvísi en sem snörp ádeila á dóminn og eru viðhöfð í fræðilegu sagnariti." Skemmst er frá því að segja, að Sigurður misskilur algjörlega ummæli mín. Þau voru hugsuð sem ábend- ing um það, hve erfitt hefði reynst að sanna fyllilega þá skelfilegu glæpi, sem alræðisherrarnir hafa framið á þessari öld. Nýleg bók um þetta efni eftir sagnfræðinginn Walter Laquer varð til þess, að ég lét ofangreind orð falla í riti mínu.2 Eins og Laquer sýnir fram á, skiptir það litlu, þótt ýmislegt vitnist um, að yfir standi skipuleg útrýming einstaklinga, stétta eða heilla þjóða. Þeir, sem glæpina drýgja, reyna að sjálfsögðu að eyða öllum sönn- unargögnum og tekst það iðulega. Oftast nær verða menn þvt að styðjast við munnlegan vitnisburð einstakra fórnarlamba, en það hefur lítil áhrif á þorra fólks og telst ekki fullgild sönnun fyrir rétti á Vesturlöndum.3 Enginn lesandi bókar minnar að Sigurði frátöldum hefur kannast við það í mín eyru að hafa skilið orðin um dóminn sem sneið til Hæstaréttar. Rétt- arríkið, sem Sigurður óttast, að ég hafi grafið undan með „snarpri ádeilu" á Hæstarétt, ætti því að standa allt að því óhaggað eftir. í málsvörn sinni fyrir Hæstarétt tekur Sigurður það einnig óstinnt upp, að ég skuli nefna í neðanmálsgrein, að sekt Þórbergs hafi jafngilt 147 vinnu- stundum hafnarverkanranns. Þetta verður honum tilefni til hugleiðinga um viðurlög í meiðyrðamálum, og þykir honum hlýða, að ég svari ýmsum spurn- ingum um þau efni eins og um sjálfan dóminn. Allt missir þetta marks. Neðanmálsgreininni, sem hann telur svo viðsjárverða, var einungis ætlað að skýra það fyrir lesandanum, hvaða gildi ein íslensk króna hafði árið 1934.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.