Skírnir - 01.04.1995, Page 15
SKÍRNIR
STYÐ EG MIG AÐ STEINI
9
Sé þetta rétt, mun Jónas hafa lagfært kvæðið þá [þ.e. gert þá endur-
skoðun sem varð að „Söknuði"]. En 10 árum áður var kvæðið orðið til -
um sömu stúlkuna eflaust. (Jónas Hallgrímsson 1913, 130-31)
Jóni Ólafssyni var mætavel ljóst að handritið þar sem „Man eg
þig Mei!“ er að finna var, eins og hann sagði sjálfur, „Ijóðasyrpa
Jónasar frá Reykjavíkurárum hans til 1832,“ ársins þegar hann
sigldi fyrst til Kaupmannahafnar (sama rit, IX). Honum var þess
vegna einnig ljóst að „Man eg þig Mei!“ gat ekki hafa verið ort út
af neinu sem hafði komið fyrir Jónas í Kaupmannahöfn.3 Síðasta
málsgreinin hér að ofan er örþrifaráð hans til að reyna að sam-
ræma þessa vitneskju frásögn frú Margrétar af tilurð kvæðisins.
En það er fleira athugavert við frásögn frú Margrétar. Hún
talar um að Jónas hafi í Kaupmannahöfn hitt Christiane, „er síðar
giftist Thomsen, kaupmanni í Vestmannaeyjum“ (leturbreyting
mín). Þar eð Christiane og Edvard Thomsen gengu í hjónaband
haustið 1832 og það á Islandi,4 er þetta fullkomlega fráleit tíma-
röð. Svo virðist því sem sjálfsævisögutúlkunin á kvæði Jónasar,
sem Jón Ólafsson setti fram, sé ekki byggð á öðru en sögusögn -
og henni býsna hæpinni.
Sjálfsævisögutúlkunin samræmist auk þess illa inntaki og hug-
blæ „Man eg þig Mei!“. Páll Bjarnason, sem gengur að því vísu að
kvæðið fjalli um ástarsorg Jónasar, telur að kostir þess séu „eink-
um fólgnir í því, hve vel skáldinu tekst að lýsa hyldýpi harms, ör-
væntingar og einmanakenndar hins ástsvikna með fáum og fín-
gerðum dráttum, án þess að grípa til mælgi og fjálgleiks“ (70). Ég
tel að hér sé unnt að halda fram gagnstæðri skoðun; ef kvæðið er í
rauninni tjáning Jónasar á ástarsorg, þá sé það uppfullt af tilgerð
og stórlega ýktum viðbrögðum, spillt af tilfinningasemi og sjálfs-
dekri. Sjálfur virðist Páll eilítið undrandi á tilfinningaöfgum
kvæðisins: „gætir [...] öllu meira bölsýnis og vonleysis en títt er í
kvæðum Jónasar“ (69). En jafnvel þótt Jónas hefði ef til vill getað
3 Vegna þessa verður einnig að hafna frásögn Indriða Einarssonar af uppruna
ljóðsins: „Samtímamaður Jónasar Hallgrímssonar í Höfn sagði mér, þegar ég
var þar, að Jónas hefði séð Kristjönu á götu og þá gengið heim til sín, hryggur
inn í hjartarætur og kveðið þá ,Man ég þig mey’“ (284).
4 Páll Bjarnason, 58-59. Sjá einnig Jónas Hallgrímsson 1989, 4:115 (skýringar-
grein við „Skonne Pige“).