Skírnir - 01.04.1995, Page 18
12
DICK RINGLER
SKÍRNIR
ganga (ganga tídir).7 Vert er að benda á samræmið í sjötta og sjö-
unda erindi milli leiðarinnar sem ljóðmælandinn ætlar sér að
ganga og þeirrar götu sem hin heittelskaða ganga tídir. Leið hans
liggur meðal lifenda, ólíkt leið hennar; örlögin vilja skilja þarna á
milli ferða elskendanna (ockar / orlög [vildu] / Skeidi skipta látid,
fimmta erindi).
(5) Það skýrir væntanlega hvers vegna Jónas kaus að yrkja
„Man eg þig Mei!“ undir Ijóðahœtti sem er einkennandi bragar-
háttur allra harmljóðanna í KG 31 b I.8
(6) Að lokum skýrir það sennilega - og þetta er býsna mikil-
vægt atriði - hvers vegna kvæðið hlaut nafnið „Söknuður“ þegar
það var birt, í endurskoðaðri gerð, árið 1843. I ljóðum Jónasar er
orðið söknuður oftast notað til að tjá sorg sem tengd er andláti og
kemur þess vegna fremur fyrir í elegíum en ástarljóðum. Eg get
ekki fundið eitt einasta dæmi um að það sé notað til að tjá sorg
vegna vonbrigða eða frávísunar í ástum.9 Að vísu kemur sjálft
orðið söknuður ekki fyrir í „Man eg þig Mei!“ (það gerir hins
vegar sögnin sakna, í 24. línu). En það að Jónas skyldi gera þetta
7 Hugmyndin um að einhvern fýsi að deyja og halda til himna er vel þekkt úr
hefðbundnum kristilegum huggunarljóðum og kemur oft fyrir í elstu elegíum
Jónasar í KG 31 b I. Þessi hugsun er einkar skýr í orðum hins syrgjandi
eiginmanns í „Guðrúnu Stephensen". Ganga tídir er orðalag úr Eddukvæðum
(samanber sjöunda erindi Lóðfáfnismála, „ef mic fara tídir", og fyrsta erindi
Vafþrúðnismála, „allz mic fara tídir“). Bergmál úr Eddukvæðum koma víða
fyrir í fyrri kvæðum Jónasar. Eddutextar þeir (þar á meðal Sólarljóð) sem
vitnað er til hér eru tekin úr útgáfu sem Jónas kann að hafa notað sjálfur (Edda
1818). Sjá Hannes Pétursson, 32n.
8 Þetta eru ljóðin „Ad matrem orbatam", „Að bón Jóhanns Árnasonar" og
„Guðrún Stephensen". (Það síðastnefnda er að hluta til undantekning þar sem
þar eru tvö erindi beinnar ræðu undir fornyrðislagi.)
9 Orðið kemur tvisvar fyrir í „Guðrúnu Stephensen" (söknuð, í 4. og 32. línu).
Harmljóðið þar sem Jónas tregar andlát föður síns og ýmissa vina er kallað
„Saknaðarljóð", en þar lýsir Jónas tilfinningum sínum gagnvart dauða Bald-
vins Einarssonar þannig: „Söknuður sár / sveif mér þá að hjarta“ (47. og 48.
lína). I „Meyjargráti" er söknuður notað tvisvar (í 14. og 19. línu) til að lýsa
tilfinningum stúlku sem hefur misst ástmann sinn. í „Hulduljóðum" (30. er-
indi) er það notað til að lýsa harminum sem andlát Eggerts Ólafssonar olli:
„þegar hann sigldi sjóinn á / söknuður vætti marga brá“. í harmljóðinu „Séra
Þorsteinn Helgason“ er sögnin sakna notuð tvisvar (í 3. og 8. línu) um fólk
sem syrgir séra Þorstein. Það segir ennfremur sína sögu að orðið kemur alls
ekki fyrir í „Ástin mín“ (þ.e. „Ferðalokum"), þar sem báðir elskendurnir eru