Skírnir - 01.04.1995, Page 19
SKÍRNIR
STYÐ EG MIG AÐ STEINI
13
orð að titli kvæðisins árið 1843 gefur sterklega til kynna að hugs-
unin hafi verið til staðar frá upphafi.
Röksemdir mínar fyrir því að „Man eg þig Mei!“ sé elegía eru
að vissu marki byggðar á atriðum sem kvæðið á sameiginleg með
elegíu Jónasar um Guðrúnu Stephensen. Kvæðin tvö eru ekki að-
eins tengd efnislega með því að þau fjalla um söknuð manns sem
syrgir látna og heittelskaða konu, heldur er sviðsetning hin sama
þar sem ástvinur fer með harmatölur við sólarlag í kirkjugarði og
styður sig við legstein hinnar heittelskuðu. Ljóðin virðast svo ná-
tengd að það er freistandi að líta á þau sem hluta af sameiginlegu
verkefni. Það má jafnvel líta svo á að annað þeirra sé sprottið af
hinu.10 Slíkt væri á engan hátt óvenjulegt. Tvennt sem einkennir
yrkingar Jónasar alla tíð, og þó einkum snemma á ferlinum, er (1)
að hann hneigist til að gera uppköst að mörgum tilbrigðum (er-
indum, erindabrotum) um ákveðið þema eða sem viðbrögð við
ákveðnum tilfinningum og (2) að hann endurnýtir eldra efni.* 11
Ef „Man eg þig Mei!“ og „Guðrún Stephensen" eru skyldar
afurðir, sprottnar af sama tilefni, getur tilefnið aðeins hafa verið
andlát Guðrúnar Stephensen 12. júlí 1832 og beiðni eiginmanns
hennar um að Jónas semdi um hana erfiljóð.12 Þetta hefði í för
enn á lífi og þess vegna er áherslan sífellt lögð á skilnað, ekki söknuð (skilnað,
skildu, 39. lína; skilur, 61. og 63.; skilið, 66.). Þó skal tekið fram að orðið er
ekki alltaf tengt dauða. Það er notað í kvæðinu „Við brottför stiftamtmanns
Hoppe frá íslandi í ágúst 1829“ til að lýsa harmi þjóðarinnar (33. lína) og í
„Vísum íslendinga" er það notað til að lýsa þeim söknuði sem var kveðinn að
Islendingunj í Kaupmannahöfn vegna yfirvofandi brottfarar nokkurra félaga
þeirra til íslands (13. lína).
10 Til náinna tengsla bendir einnig að kvæðin standa nærri hvort öðru í handrit-
inu. Á milli þeirra eru einungis tvö ódagsett kvæði á dönsku („Impromptu pá
bal“ og ónefnt kvæði sem hefst á orðunum „Skonne pige“). Þessi nálægð
kvæðanna er vitanlega veikur grunnur undir kenningarsmíð og aðeins nefnd
hér vegna þess að hún kynni að þykja forvitnileg.
11 I „Guðrúnu Stephensen" er endurunnið efni úr „Undir annars nafni“. Bæði
þessi kvæði endurnýta efni úr „Begyndelsen af Ossians Carricathura (En vari-
ation)“. Önnur forvitnileg dæmi um ráðdeildarsama endurvinnslu Jónasar eru
línurnar „Vonarstjarna / vandamanna” úr „Að bón Jóhanns Árnasonar" sem
endurteknar eru í „Saknaðarljóði". Sjá ennfremur dæmi í Tónasi Hallgrímssyni
1989, 4:146-47.
12 Nærtækt er að álykta, án þess að sönnur verði á það færðar, að Magnús Steph-
ensen hafi beðið Jónas að yrkja þetta kvæði. Sjá Jónas Hallgrímsson 1989,
4:116.