Skírnir - 01.04.1995, Page 20
14
DICK RINGLER
SKÍRNIR
með sér að þau rök sem gera okkur kleift að tímasetja „Guðrúnu
Stephensen" mætti einnig nota til að tímasetja „Man eg þig Mei!“.
Það kvæði hefur þá verið ort í Reykjavík milli andláts Guðrúnar
Stephensen 12. júlí og brottfarar Jónasar til Kaupmannahafnar 23.
ágúst.13
2. „Ndhe des Geliehten“
Hannes Hafstein varð fyrstur manna til að nefna á prenti að
kvæði Jónasar sæki margt í kvæði eftir Johann Wolfgang Goethe:
„Hugmyndin til kvæðisins er frá kvæði Goethes ,Ich denke
dein‘“ (Jónas Hallgrímsson 1883, 393). „Ich denke dein“ eru upp-
hafsorð söngtexta eftir Goethe sem ber heitið „Náhe des Geliebt-
en“ og er ortur (og frumprentaður) árið 1795.14 I kvæði Goethes
lýsir kvenkyns ljóðmælandi hvernig hún verður vör við (eða
finnur fyrir) nálægð elskhuga síns jafnvel þegar hann er fjarri.
Þetta var frægt kvæði á sínum tíma og mörg tónskáld sömdu við
það lög, þar á meðan Beethoven (1799) og Schubert (1815).
Líkindin með kvæði Goethes og vissum hlutum af „Man eg
þig Mei!“ liggja í augum uppi. Frá Goethe er komin sú hugmynd
að elskhuginn finnur fyrir nálægð ástvinarins í fjarveru hans;
hugsar um ástvininn, sér hann og heyrir til hans við allar aðstæð-
ur, en óskar sér þess heitt að hann væri viðstaddur í raun. I fyrsta
erindinu kemur Jónas með nána eftirlíkingu fyrsta erindis
13 Áhugi Jónasar á harmatölum eftirlifenda við grafir ástvina slokknaði ekki í
kjölfar kvæðanna „Við Dauða“ og „Man eg þig Mei!“. í „Grasaferð" skýtur
hann inn þýðingu á kvæði eftir Oehlenschláger úr leikritinu Aladdin, en það
er ort fyrir munn sonar við gröf móður sinnar.
14 Ljóð Goethes er að finna í viðauka. Það er meðvituð umritun ljóðs sem
reyndar heitir „Ich denke dein“ og hin kunna skáldkona Friederike Brun birti
1794. Goethe orti sitt ljóð undir sama hætti og ætlaðist til að það yrði sungið
við sama lag, eftir tónskáldið Karl Friedrich Zelter. Ljóð Bruns er ólíkt Ijóði
Goethes í því að þar koma fram hugmyndir um þjáningu, dauða og gröf og á
þær sameiginlegar með „Man eg þig Mei!“ Jónasar. En í ljóði skáldkonunnar
eru það þjáningar, dauði og gröf ljóðmælandans (þ.e. elskhugans) sem um er
að ræða, ekki ástkonunnar (eins og I „Man eg þig Mei!“). Ekki er hægt að
finna nein orðalagsáhrif frá ljóði Bruns í ljóði Jónasar og ólíklegt má teljast að
Jónas hafi þekkt það. Ljóð Bruns, og upplýsingar um tengsl þess við „Náhe
des Geliebten" eftir Goethe, ásamt almennum upplýsingum um ljóð Goethes
er að finna í Boyd, 44-47; Goethe 1987,1213-14; og Goethe 1988,1120-21.