Skírnir - 01.04.1995, Page 22
16
DICK RINGLER
SKÍRNIR
um við að komast að því í hvaða gerð Jónas þekkti kvæði
Goethes. Þekkti hann þýska frumtextann eða einungis þýðingar
(væntanlega danska þýðingu)? Þekkti hann kvæðið með eða án
titils?
Þar sem mér hefur ekki tekist að finna danska þýðingu á
„Náhe des Geliebten" geri ég ráð fyrir að Jónas hafi unnið útfrá
þýskum texta Goethes.15 Á þeirri forsendu má vitanlega gera því
skóna að umrædd frávik frá kvæði Goethes stafi af takmarkaðri
þekkingu Jónasar á þýskri tungu fyrir árið 1832.16
Spurningin um hvort Jónas þekkti kvæði Goethes með eða án
titils getur á hinn bóginn skipt máli fyrir kynið á ljóðmælanda
Jónasar. Titillinn er „Náhe des Geliebten“ en þegar Hannes Haf-
stein getur kvæðisins sem fyrirmyndar að kvæði Jónasar nefnir
hann ekki titilinn heldur upphafið („Ich denke dein“), líkt og það
hafi almennt verið þekkt undir þeim titli á Islandi (Jónas Hall-
grímsson 1883, 393). Sá sem skrifar inngang að kvæðasafni Jónas-
ar 1883 getur þess ennfremur að íslenskir lesendur þekki upphöf
ljóða að jafnaði betur en titla þeirra:
Efnisyfirlitinu er hagað, eins og áður, eptir fyrirsögnum og upphöfum
kvæðanna. Sumum kann að þykja þetta óþarfi og tvíverknaður, en
reynslan hefur sýnt, að það er bæði handhægt og haganlegt, því sumir
muna nöfn kvæðanna, en aðrir, og það fleiri, upphöfin. (VI)
Sterkar líkur virðast því benda til að Jónas hafi aðeins þekkt ljóð-
ið sem „Ich denke dein“ en ekki sem „Náhe des Geliebten“.
15 Leit í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn leiddi ekki í ljós neina
danska þýðingu á „Nahe des Geliebten". Ég er þakklátur Dennis A. Hill og
Grethe Jacobsen fyrir að gera þá leit.
16 Björn M. Ólsen hélt því fram að þar sem þýska hefði ekki verið kennd í
Bessastaðaskóla hafi Jónas kunnað „lítiNeða ekkert [...] í þeirri tungu, fir en
hann kom til Hafnar,“ þar sem Konráð Gíslason kenndi honum „að bergja á
hinum auðuga brunni þískra skáldrita“ (13). Á hinn bóginn má líta svo á að
alkunnur kafli í „Grasaferð" gefi til kynna að Jónas hafi vitað af auðæfum
þýskra skáldrita - og verið óðfús að kynnast þeim - frá mjög ungum aldri
(Jónas Hallgrímsson 1989, 1:293). Lán hans frá Goethe í „Man eg þig Mei!“
eru í sjálfu sér sönnun fyrir því að Jónas hafi kunnað einhverja þýsku áður en
hann sigldi til Kaupmannahafnar.