Skírnir - 01.04.1995, Page 25
SKÍRNIR
STYÐ EG MIG AÐ STEINI
19
ingu („Man eg þig“)- Þessi breyting stafar væntanlega af skilningi
(eða túlkun) Jónasar á kvæðinu sem elegíu og þeirri ætlun hans að
endurskapa kvæðið með því sniði á íslensku.
Nokkur atriði mætti nefna að auki. Athyglisvert er að eftir
fyrsta erindið gerir Jónas enga frekari tilraun til að líkja eftir
þeirri snjöllu röð andstæðna sem kvæði Goethes er byggt á í heild
sinni (Boyd, 46). Og í öðru og þriðja erindi fer hann allt aðrar
leiðir en Goethe: ljóðmælandi Goethes segir að hún sjái og heyri
ástvininn innan um margvísleg náttúrufyrirbæri, en ljóðmælandi
Jónasar heldur því fram að persónugerð náttúrufyrirbæri tali til
hans og reyni að líkja eftir mannlegum eiginleikuni hinnar
heittelskuðu. (Þetta er með fyrstu dæmum um þá hneigð Jónasar
að persónugera náttúruna, sem er áberandi í ljóðum frá öllum
skeiðum ferils hans.) Takið einnig eftir því að í lok kvæðisins,
þegar Jónas virðist taka aftur til við að líkja náið eftir Goethe,
þýðir hann einfalda og blátt áfram ljóðlínu Goethes („O! wárst
du da!“) með ljóðlínu („hve um þreiak þig“) sem er vísvitandi eft-
irlíking á ljóðlínu úr Skírnismálum („hve um þreyac þrjár,“ 42.
erindi), og flytur þar með sterka lostaþrá þess kvæðis inn í „Man
eg þig Mei!“. Að lokum skal minnst á bragarháttinn. Þegar skáld
þýddu „Náhe des Geliebten" var það oft á tíðum ekki aðeins
markmið þeirra að koma inntakinu trúverðuglega til skila, heldur
að líkja eftir óvenjulegum bragarhætti þess (til að hægt væri að
syngja það við þau lög sem tengd voru texta Goethes).22 Jónas fór
þveröfuga leið, notaði íslenskan bragarhátt sem hafði engin sögu-
leg tengsl við bragarhátt Goethes og gerði texta sem var óhæfur
til söngs undir lögunum við kvæði Goethes.
Af framansögðu er ljóst að „Man eg þig Mei!“ er í rauninni
ekki þýðing á „Náhe des Geliebten", og ekki einu sinni eftirlík-
ing, heldur ummyndun. Hannes Hafstein hafði rétt fyrir sér þeg-
ar hann lagði áherslu á að það væri frumlegt og sjálfstætt verk;
hann segir að enda þótt „hugmynd“ þess kunni að vera runnin frá
Goethe sé það „að mestu frumsmíði" (Jónas Hallgrímsson 1883,
393). En við þurfum ekki að treysta á Hannes okkur til leiðsagnar
22 Sjá til dæmis norsku þýðinguna eftir Hans Lassenius Bernhoft og íslenska
þýðingu Matthíasar Jochumssonar sem nefnd er í neðanmálsgrein 17.