Skírnir - 01.04.1995, Page 33
SKÍRNIR
STYÐ EG MIG AÐ STEINI
27
un Hannesar hlýtur að vega þungt þar sem líkur eru til að hún sé
ættuð frá Konráði Gíslasyni.30
Jón Ólafsson setti fyrstur manna fram þá hugmynd að undir-
titill Jónasar kynni að vísa til einhvers annars en kvæðis Goethes.
Jón vitnar til ofangreindra ummæla Hannesar og segir síðan: „En
kvæðið er breytt í öðrum skilningi. Það er sem sé ort í fyrstu á
heimaárum Jónasar, áður en hann fór til Hafnar. [...] Síðan hefir
Jónas lagfært kvæðið“ (Jónas Hallgrímsson 1913, 128-29).31 Jón
er ekki að andmæla því sem felst í orðum Hannesar, að undirtit-
illinn eigi við kvæði Goethes. Þegar hann bendir á að kvæði
Jónasar sé einnig „breytt í öðrum skilningi" er hann að tala um
sinn eigin „skilning", ekki Jónasar. Hann er ekki að halda því
fram að Jónas hafi haft seinni túlkunina í huga.
Það gerir hins vegar Matthías Þórðarson sem segir að prent-
aða gerð kvæðisins sé „að sönnu ,breytt‘ frá því, sem það er í ehr.
En Jónas mun ekki hafa átt við það, eða ekki það eitt, heldur, að
hann hafi stælt kvæði W. v. Goethe, ,Náhe des Geliebten' (,Ich
denke dein‘)“ Qónas Hallgrímsson 1929-37, 1:326).32 Ritstjórar
nýjustu útgáfu Jónasar frá 1989 hallast enn meira í átt að þessari
„endurskoðunartilgátu": „Á það hefur verið bent að með undir-
titlinum eigi J. við það að hann hafi stælt ,Náhe des Geliebten'.
[...] Allt eins líklegt er að með undirtitlinum eigi J. við breytingar
sínar á kvæðinu“ (4:113).
Ef reyna á að gera upp á milli þessara tveggja skýringa verður
fyrst að gera grein fyrir því í hvaða samhengi Jónas lýsti þessu
yfir við Fjölnisfélaga 12. apríl. En því miður er ljóst af fundar-
30 Sjá neðanmálsgrein 34.
31 Það var eðlilegt að Jón gerði þessa athugasemd þar sem hann var fyrsti rit-
stjórinn sem minntist á að til væru tvær gerðir af ljóðinu og fyrstur til að velta
tengslum þeirra fyrir sér. Það var hann sem fyrstur prentaði „Man eg þig
Mei!“ upp úr KG 31 b I og tók það skýrt fram að hann gerði það til að auð-
velda samanburð á þessum tveim gerðum.
32 Hér er Matthías greinilega að bregðast við uppástungu Jóns Ólafssonar. En
það hefur kannski gert hann fúsari að velta seinni skýringunni fyrir sér í al-
vöru að hann var nýbúinn að þrautlesa og gefa út fundabók og lög Fjölnisfé-
lagsins (Matthías Þórðarson 1926 og 1927) og var þannig nákunnugur löngum
og stundum hvössum deilum um inntak og orðalag 16. greinar félagslaganna.