Skírnir - 01.04.1995, Side 43
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
37
Jónssonar frá Hriflu mátti rekja góða aðsókn til þess að Jón talaði
„um þau efni, sem æska landsins vildi fræðast um, einmitt á þess-
um vakningar- og umbrotatíma“, það er að segja vanda þess og
vegsemd að vera íslendingur.3 Fyrirlestrarnir voru gefnir út í
þremur bókum, Islenzku þjóðerni (1903), Gullöld, Islendinga
(1906) og Dagrenningu (1910).4 Það er til marks um skoðun sam-
tímamanna Jóns á ágæti fyrirlestranna að Islenzkt þjóðerni, það
rit sem verður uppistaðan í umfjöllun minni, var í og með notað
sem kennslubók í skólum í byrjun aldarinnar.5
Þegar Jón flutti fyrirlestrana var hann styrkþegi Alþingis.
Styrkinn hlaut hann árið 1901 og naut hans í tíu ár en fyrirlestra-
hald var skilyrði fyrir styrkveitingunni. Einnig hafði hann notið
styrks til sagnfræðirannsókna á námsárum sínum í Kaupmanna-
höfn. Þegar Háskóli Islands var stofnaður árið 1911 varð Jón
fyrstur manna kennari í sagnfræði og hlaut prófessorsnafnbót
árið 1919, auk þess að vera gerður að heiðursdoktor heimspeki-
deildar. Loks var hann kjörinn rektor Háskóla Islands 17. júní
1920, nokkrum vikum áður en hann lést.6 Um áhrif Jóns á hug-
myndaheim þjóðarinnar segir Ingi Sigurðsson: „Jón var mjög
áhrifaríkur sagnfræðingur. Með rannsóknarstörfum sínum ruddi
hann að ýmsu leyti nýjar brautir, og alþýðufyrirlestrarnir, sem
3 Jónas Jónsson, „Jón Jónsson Aðils eftir Jónas Jónsson frá Hriflu" í Jón Jóns-
son Aðils, Gullöld íslendinga, menning og lífshxttir feðra vorra á söguöldinni,
2. útgáfa, Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, Reykjavík 1948, s. XIX.
4 í greininni verður vísað í ritin íslenzkt þjóðerni, Dagrenning og Reden an die
deutsche Nation eftir Fichte, á þann hátt að upphafsstafir titla (ÍÞ, D, RDN)
og blaðsíðutöl verða gefin upp í sviga inni í textanum fyrir aftan hverja tilvitn-
un.
5 Sjá Inga Sigurðsson, Islenzk sagnfrœði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar,
Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Reykjavík 1986 (Ritsafn Sagnfræðistofn-
unar 15), s. 109 og Jónas Jónsson, „Jón Jónsson Aðils ...“, s. XIX-XX. Megin-
verk Jóns eru hins vegar ekki alþýðufyrirlestrarnir heldur ritin Einokunar-
verzlun Dana á íslandi 1602-1787 (1919) og Skúli Magnússon fógeti (1911).
Er að sögn Inga Sigurðssonar allt annar blær á alþýðufyrirlestrunum en þeim.
Sjá Inga Sigurðsson, Islenzk sagnfræði..., s. 24.
6 Fjallað er um ævi Jóns hjá Inga Sigurðssyni, Islenzk sagnfræði..., s. 22 og 24,
Jónasi Jónssyni, „Jón Jónsson Aðils ...“ s. XII og XIX, Ólafi Þ. Kristjánssyni,
Kennaratal á íslandi I, Reykjavík 1958, s. 353 og Páli Eggert Ólasyni, „Jón
Jónsson Aðils“, s. 225-26 og 246.