Skírnir - 01.04.1995, Síða 44
38
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
urðu mjög vinsælir, áttu vafalaust verulegan þátt í því að móta
viðtekna söguskoðun íslendinga."7
Meðal þeirra atriða sem Jón lagði áherslu á í umfjöllun sinni
um íslenskt þjóðerni voru lífrænt eðli þjóðarinnar sem var samof-
ið tungumálinu, yfirburðir íslensks þjóðernis og hinnar hreinu ís-
lensku tungu, böl erlendra áhrifa á tungumálið og nauðsyn þess
að setja varðveislu þjóðarheildarinnar ofar öllum öðrum kröfum.
Oll þessi atriði má ennþá greina í orðræðu íslendinga um sjálfa
sig.
1. Rœtur þjóðernishyggju
Þjóðernishyggja er nýleg hugmynd á mælikvarða sögunnar.
Fræðimenn eru að mestu leyti sammála um að þjóðernishyggja í
nútímaskilningi hafi komið fram í lok átjándu aldar. Þeir gera
greinarmun á þjóðernishyggju (nationalism) og föðurlandsást
(þatriotism) sem hefur verið til svo lengi sem samfélög manna
hafa verið við lýði; menn hafa haft sterkar tilfinningar til jarðar-
innar sem ól þá, siða og hefða samfélagsins og ríkjandi valdhafa.
Á sama hátt hefur þjóðernisvitund (national consciousness) fylgt
þjóðum í árþúsundir.8
Þjóðernishyggja nútímans er margþættara fyrirbæri en þjóð-
ernisvitund. Ein grundvallarforsenda þjóðernishyggjunnar er að
samræmi sé á milli þjóðar annars vegar og ríkis hins vegar.9
Þannig fléttar hún saman félagslega vitund, stjórnmálalega vitund
og einstaklingsvitund fólks. Sagnfræðingurinn Hans Kohn dreg-
ur fram síðasttalda þáttinn í skilgreiningu sinni: „Þjóðernishyggja
er hugarástand þar sem æðsta skylda einstaklingsins er talin vera
við þjóðríkið."10 Félagsfræðingurinn Anthony Giddens lýsir því
hvernig hugmyndaheimur þjóðernishyggjunnar mótar einstakl-
7 Ingi Sigurðsson, Islenzk sagnfrœði..., s. 24.
8 Sjá John Plamenatz, „Two Types of Nationalism“ í Nationalism, the Nature
and Evolution of an Idea, ritstj. Eugene Kamenka, St. Martin’s Press, New
York 1976, s. 23-24 og Hans Kohn, Nationalism: Its Meaning and History,
Robert E. Krieger, Malabar, Florida 1982, s. 9.
9 Ernest Gellner, Nations and Nationalism, Blackwell, Oxford 1983, s. 1.
10 Hans Kohn, Nationalism: Its Meaning and History, s. 9.