Skírnir - 01.04.1995, Qupperneq 45
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
39
inginn: „Þjóðernishyggju rná skilgreina sem kerfi tákna og trúar-
setninga sem í sameiningu gefa manninum þá tilfinningu að hann
sé hluti af einu pólitísku samfélagi."11 Tákn þessi og trúarsetning-
ar skapa þjóðinni sjálfsímynd, („svona erum við“), og oftar en
ekki verður sjálfsímyndin ómeðvituð, hluti af því sem mönnum
finnst varanlegt, jafnvel eilíft. Það að vera borgari sjálfstæðrar
þjóðar verður hluti af sjálfsmynd manneskjunnar.
Aðdragandi nútíma þjóðernishyggju er aldalangur og flók-
inn.12 Hér mun ég beina athyglinni að tveimur þáttum sem skipta
máli fyrir þá þróun sem varð í Þýskalandi og síðar á Islandi; ann-
ars vegar að mannréttinda- og frelsishugmyndum upplýsingar-
innar, hins vegar að framfarahyggju Vesturlanda.
Þjóðernisvitund, þ.e. vitund um þjóðina sem menningar- og
félagslega grundvallareiningu, efldist í Evrópu frá fjórtándu og
fram á átjándu öld. Sú þróun náði hámarki með efldu þingræði í
Englandi á sautjándu og átjándu öld, þar sem þingið gætti hags-
muna millistéttar og aðals en þar með varð til vísir að einingu rík-
isvalds og „þjóðar". Ensk þjóðernishyggja þróaðist þannig sam-
hliða uppgangi enskrar verslunarstéttar en hvorutveggja var stutt
af áherslu upplýsingarinnar á einstaklinginn og réttindi hans.
Þjóðernishyggja og einstaklingshyggja runnu þannig saman í eitt
í kenningum Johns Locke (1632-1704). Það var síðan undir áhrif-
um hinnar frjálslyndu ensku þjóðernishyggju sem grannarnir
hinum megin við sundið hófu baráttu gegn valdboðsstefnu
franska ríkisins.13
En þáttur frönsku byltingarinnar var eftir: „hollusta íbúa rík-
isins beindist enn sem komið var ekki fyrst og fremst að þjóðinni.
Utan Bretlands sér í lagi voru þeir ennþá þegnar fremur en
borgarar."14 Þjóðernishyggja nútímans varð til þegar forkólfar
frönsku byltingarinnar gerðu þjóðina að pólitísku grundvallar-
11 AntHony Giddens, Sociology, Polity Press, Cambridge 1989, s. 303.
12 Sjá t.d. Benedict Anderson, Imagined Communities. Reflections on the Origin
and Spread of Nationalism, 2. útgáfa, Verso, London 1991, s. 37-46.
13 Sjá Eugene Kamenka, „Political Nationalism - The Evolution of the Idea“ í
Nationalism, the Nature and Evolution of an Idea, ritstj. Eugene Kamenka,
St. Martin's Press, New York 1976, 3-20, s. 7 og Hans Kohn, Nationalism: Its
Meaning and History, s. 17-18.
14 Eugene Kamenka, „Political Nationalism - The Evolution of the Idea“, s. 8.