Skírnir - 01.04.1995, Page 46
40
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
hugtaki og settu fram kröfu um að þjóðin skyldi verða sú stofnun
sem lýðræði og jafnrétti þegnanna byggðist á.15 Þessi hugmynd
kemur skýrt fram í þriðju grein mannréttindayfirlýsingar frönsku
byltingarinnar: „Til grundvallar öllu fullveldi liggur þjóðin. Eng-
inn hópur og enginn einstaklingur getur tekið sér vald sem ekki
er beinlínis komið frá henni.“16 Og þar sem „fólkið" sjálft eða
þjóðin skyldi taka við stjórnartaumunum úr hendi konunga eða
annarra einvalda reyndist nú í fyrsta sinn nauðsynlegt að skil-
greina hvað „þjóð“ merkti og að ákveða hvar takmörk hennar
lægju.17
Þær frelsis- og mannréttindahugsjónir sem hér hefur verið
drepið á hlutu fyrst framgang meðal Breta og Frakka vegna þeirra
margbreytilegu þjóðfélagsaðstæðna sem gerðu þeim betur kleift
en öðrum vestrænum þjóðum að nýta sér þær við uppbyggingu
samfélagsins. Þar við bættist trúin á framfarir sem breiddist ört út
meðal vestrænna menntamanna á þessu tímabili og stóð í beinu
samhengi við hugmyndir um frelsi og mannréttindi. Bretar og
Frakkar voru einnig í fararbroddi á þessu sviði.18 Annarra íbúa
hins vestræna heims beið það verkefni að skilgreina stöðu sína
innan þessarar nýju heimsmyndar.
Þýsk þjóðernishyggja
Fians Kohn og John Plamenatz hafa sett fram kenningu um það
sem nefna má þjóðernishyggju hinna minni máttar eða þeirra sem
telja sig minni máttar. Samkvæmt Plamenatz verður slík þjóðern-
ishyggja til meðal fólks sem af einhverjum ástæðum finnst það
standa höllum fæti gagnvart öðrum þjóðum en hefur samt menn-
ingarlegar forsendur til velgengni, jafnvel yfirburða. Kohn bendir
á að sú þjóðernishyggja sem mótaðist undir fána upplýsing-
arinnar og heimspeki Johns Locke hafi haft að markmiði að
15 Eugene Karaenka, „Political Nationalisra - The Evolution of the Idea“, s. 7-
10, Roland Stromberg, European Intellectual History Since 1789, 5. útgáfa,
Prentice Hall, Englewood Cliffs, New Jersey 1990, s. 15.
16 Georges Lefebvre, The Coming of the French Revolution, Princeton Uni-
versity Press, Princeton 1967, s. 173.
17 Eugene Kamenka, „Political Nationalism - The Evolution of the Idea“, s. 10.
18 John Plamenatz, „Two Types of Nationalism“, s. 26.