Skírnir - 01.04.1995, Page 48
42
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
í þessu samhengi setti Herder fyrstur fram þá hugmynd og kröfu
að „þjóð“ væri hópur sem talaði sömu tungu.
Herder var ekki þjóðernissinni í nútíma merkingu orðsins.
Hann leit ekki á þjóðernið sem pólitískt hugtak og hélt því ekki
fram að þýska þjóðin væri öðrum þjóðum æðri.20 Hins vegar
bendir stjórnmálafræðingurinn Elie Kedourie á að hjá Herder sé
að finna nokkurs konar „aðskilnaðarhugmynd" sem byggist á
kenningunni um margbreytileikann. Ekki skuli fleiri en ein þjóð
mynda eitt ríki þar sem það brjóti gegn lögmáli margbreytileik-
ans og auki líkur á því að þjóðirnar glati sérkennum sínum:
Af þessu leiðir að meðlimur einnar þjóðar má ekki taka upp siði eða
tungu annarrar. Slíkur maður hafnar hinu sjálfsprottna og ósvikna og
tekur upp hið tilbúna og falska. Hann gerir þannig þjóð sína fátækari og
kemur í veg fyrir að hið einstaka eðli hennar nái að blómstra.21
Með kenningum Herders var lagður grunnur að hugmynda-
fræði þýskrar þjóðernisstefnu. Fyrir Herder voru þjóðir „ekki
einungis samansafn einstaklinga eða hentugar stjórnsýslueiningar.
Þjóðir voru lífrænar heildir sem einstaklingurinn tilheyrði og
varð að beygja sig undir; utan slíkrar heildar átti hann sér ekkert
líf.“ 22
2. Hugmyndir Fichtes
Fræðimenn eru almennt sammála um að helsti hvatinn að þýskri
þjóðernishyggju hafi verið sú niðurlæging sem Þjóðverjar urðu
fyrir af hálfu Frakka á tímum Napóleons Bónaparte.23 Þessi auð-
20 Sjá Michael Hughes, Nationalism and Society ..., s. 24-25 og Hans Kohn,
Nationalism: Its Meaning and History, s. 31. Hughes telur Herder dæmigerð-
an fyrir hugmyndafræðinga sem hafa verið misnotaðir í þágu markmiða sem
þá sjálfa hefði aldrei dreymt um. Rangtúlkanir eftirkomenda Herders, gerðar í
þeim tilgangi að hefja eina þjóð yfir aðra, eiga sér þannig enga stoð í kenning-
um hans.
21 Elie Kedourie Nationalism, s. 59.
22 Eugene Kamenka, „Political Nationalism - The Evolution of the Idea“, s. 10-11.
23 Sjá t.d. Hagen Schulze, „Die Geburt der deutschen Nation" í Mitten in
Europa. Deutsche Geschichte, ritstj. Hartmut Boockmann o.fl., Goldmann,
Berlin 1987, 259-371, s. 299-300 og Roland Stromberg, European Intellectual
History..., s. 25.