Skírnir - 01.04.1995, Side 50
44
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
andlegrar og siðferðilegrar uppbyggingar almennings. Stefnan
samræmdist þeirri skoðun Fichtes að tilgangur heimspeki væri
ekki síst sá að vera uppeldistæki. Heimspekin gæti sýnt mönnum
fram á hvernig heimurinn ætti að verða. Skrif Fichtes um þýskt
þjóðerni ber að skoða í þessu ljósi.27
Líkt og flestir þýskir menntamenn var Fichte upphaflega ein-
lægur aðdáandi frönsku byltingarinnar, enda lærður í verkum
frönsku heimspekinganna.28 Við herför Napóleons gjörbreyttist
afstaða Fichtes og veturinn 1807-1808 flutti hann Avörp tilþýsku
þjóðarmnar fyrir menntamenn og stúdenta í Berlín. I fyrirlestr-
unum, sem urðu fjórtán talsins, lýsir hann Frakklandi sem ímynd
hnignunar og setur fram hugmyndir um köllun Þjóðverja til
alheimsforystu.29 Fyrsta skrefið fólst hins vegar í því að koma á
einingu þýsku þjóðarinnar. Tónninn er gefinn í fyrsta fyrirlestr-
inum:
Ég tala einfaldlega til Þjóðverja og um Þjóðverja [...] og hafna allri þeirri
aðgreiningu sem rekja má til óheillavænlegra atburða síðustu alda í sögu
þjóðarinnar [...]. Þegar þar að kemur munum vér leiða í ijós að öll önnur
þjóðernisbönd eða hugmyndir um einingu voru ýmist merkingarlaus eða
hjómið eitt. Og þó þau hefðu haft merkingu, þá hefur núverandi staða
vor gert það að verkum að þessi sameinandi atriði hafa verið eyðilögð og
hrifsuð frá okkur og geta aldrei orðið virk á ný. Það eru einungis hin
sameiginlegu þýsku grundvallareinkenni sem varna því að þjóð vor renni
saman við útlönd og tortímist [...]. Ég eygi í þeim jarðvegi sem þessi
ávörp spretta úr, anda hinnar lífrænu heildar, þar sem enginn álítur örlög
annars sér óviðkomandi. Slík heild á og verður að myndast ef við eigum
ekki að þurrkast algjörlega út (RDN 13-14)30
Samkvæmt þessari stefnuskrá er eining þjóðarinnar mikilvægari
en aðrir hagsmunir sem þó kunna að hafa haft vægi áður. Líta ber
á þjóðina sem eina lífræna heild. Nauðsynin á þessari einingu er
auk þess slík að um líf eða dauða er að tefla.
27 George Kelly, „Introduction", s. XIV og XIX.
28 Michael Hughes, Nationalism and Society s. 26, Roland Stromberg, Euro-
pean Intellectual History ..., s. 34.
29 Michael Hughes, Nationalism and Society ..., s. 25-26.
30 Johann Gottlieb Fichte, Reden an die Deutscbe Nation, 5.útgáfa, Felix Meiner
Verlag, Hamburg 1978.