Skírnir - 01.04.1995, Page 51
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
45
Eining ríkis ogþjóðar
Ljóst er að kenning Herders er undirstaða undir þessari hvatn-
ingu Fichtes. Herder lét hins vegar staðar numið við einingu
hinnar lífrænu heildar en Fichte þróar kenninguna áfram og legg-
ur áherslu á bölvun alls utanaðkomandi valds. „Kynþáttur“
(Geschlecht) sem hefur slíkt vald yfir höfði sér missir stjórn á eig-
in örlögum. Það hefur aftur í för með sér andlega tortímingu
kynþáttarins; hann tapar öllu frumkvæði og hefur ekki mátt til
neins nema hlýðni við herraþjóðina sem þýðir að sjálf hans
þurrkast út.31 Eina svarið er að brjóta af sér okið og skapa sér til-
veru samkvæmt eigin forsendum (RDN 11-12).32
Það pólitíska sjálfstæði þýsku þjóðarinnar sem Fichte krefst
hér var þó ekki eina markmið hans. Ég lýsti hér að framan hvern-
ig þýsk þjóðernishyggja bætti sér upp minnimáttarkenndina með
hugmyndum um yfirburði. I Avörpunum ganga þær hugmyndir
svo langt að fyrir utan að koma á einingu ríkis og þjóðar vill
Fichte leiða þýsku þjóðina til forystu í heiminum. Fichte skipti
sögunni í tímabil og sagði að það tímabil sem hann og samtíma-
menn hans sæju brátt fyrir endann á einkenndist af algerri sið-
spillingu mannkyns. Hreyfiafl þess hefði verið eiginhagsmuna-
semin en samkvæmt Fichte er hún “rót allrar annarrar spillingar”
31 Fichte talar hér um „sjálf“ heils hóps en sú hugmynd, að hópur manna geti
haft „sjálf“, „egó“ eða „Geist" er samofið hugtakinu „Volk“ (þjóð). George L.
Mosse útskýrir þetta fyrirbæri með tilvísun til rómantísku stefnunnar: „Fyrir
fylgjendum rómantísku stefnunnar var náttúran ekki köld og vélræn heldur
lifandi og sjálfsprottin. Hún var full af lífskrafti sem átti sér samsvörun í til-
finningum mannsins. Mannssálin gat tengst náttúrunni þar sem hún var einnig
gædd sál. Hver einstaklingur gat þess vegna fundið til innri samsvörunar við
náttúruna, samsvörunar sem hann deildi með þjóð sinni. Á þennan hátt var
einstaklingurinn bundinn öllum öðrum meðlimum þjóðarinnar sérstökum
böndum, hún var hópur þar sem einstaklingunum fannst þeir tilheyra hverjir
öðrum og deila tilfinningalegri reynslu.“ Sjá The Crisis of German Ideology.
Intellectual Origins of the Third Reich, Weidenfeld and Nicolson, London
1970, s. 15.
32 Sjá Elie Kedourie, Nationalism, s. 68. Þar segir hann að samkvæmt Fichte glati
þjóð sjálfri sér ef hún myndar ekki ríki, hún missi tungu sína og renni saman
við sigurvegara sína til þess að eining og innri friður megi haldast. Sjá einnig
neðanmálsgrein útgefanda í Johann Gottlieb Fichte, Addresses to the German
Nation, s. 2.