Skírnir - 01.04.1995, Page 52
46
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
(RDN 11 og 18). Þegar fyrirlestrarnir voru fluttir stóð nýtt tíma-
bil í sögu mannkyns fyrir dyrum, að mati Fichtes. Mannkynið
risi brátt úr öskustó þeirrar eyðileggingar sem eiginhagsmuna-
semin hafði leitt það í og þá yrðu Þjóðverjar kallaðir til forystu
(RDN 11 ).33
Nauðsyn þjóðarheildar
Forsenda þess að hin fallna þýska þjóð gæti brotist undan oki
eiginhagsmunasemi var fullkomið endurskipulag hlutanna, ekki
síst endursköpun þjóðarvitundarinnar (RDN 19). Allsherjarátaki
í menntun eða uppeldi var ætlað að sameina þýsku þjóðina og
leiða hana aftur til hins upprunalega og sanna ástands (RDN 32-
33, 52-53).34 Fichte skrifar: „Með hinu nýja uppeldi viljum við
móta úr Þjóðverjum eina heild. Uppeldið skal knýja og örva sér-
hvern einstakan hlekk hennar“ (RDN 23).35
I þessu augnamiði var nauðsynlegt að útrýma hugtakinu
frjálsum vilja úr menntun þjóðarinnar.36 Viðurkenning á frjálsum
vilja nemandans voru fyrstu mistök gamla kerfisins og helsti vitn-
isburðurinn um vanmátt þess og gagnsleysi. Frjáls vilji einstak-
lingsins tengdist bölvun einstaklingshyggjunnar og stóð í vegi
fyrir því að sameiginlegur þjóðarvilji blómstraði (RDN 27-28).
Þegar samræmi kemst á og þjóðarviljinn fær þann sess sem hon-
33 Sjá George Kelly, „Introduction", s. XX-XXI og XXVIII-XXIX. Rétt er að
benda á að í andúð sinni á eiginhagsmunasemi talar Fichte í anda íhaldsmanna
þess tíma og beinir spjótum sínum gegn einstaklingshyggju upplýsingarinnar.
Á sama hátt og einn helsti hugmyndasmiður bresku íhaldsstefnunnar, Ed-
mund Burke, áleit einstaklingshyggjuna grundvallarógn mannlegs samfélags,
telur Fichte hana vera rótina að ógæfu þýsku þjóðarinnar. Sjá David Robert-
son, The Penguin Dictionary of Politics, Penguin, Harmondsworth 1986, s. 27
og Michael Freeman, Edmund Burke and the Critique of Political Radicalism,
Basil Blackwell, Oxford 1980, s. 23-24 og 60.
34 Raunverulegt ástand fyrir Fichte liggur í hinu upprunalega ástandi.
35 Leturbreyting mín.
36 Fichte hafnar frjálsum vilja einstaklingsins á þeim forsendum að hann sé í raun
gerræðislegur löngunarvilji. Gagnrýni Fichtes er sú að gamla kerfið hafi álitið
nemandann frjálsan en að í raun hafi hann aðeins verið þræll eigin langana.
Markmið Fichtes er engu að síður að nemandinn öðlist eiginlegt frelsi en það
getur hann aðeins gert sem hlekkur í þjóðarheildinni.