Skírnir - 01.04.1995, Page 55
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
49
3. Hugmyndir Jóns Aðils
Þeir hugmyndastraumar sem hér hafa verið raktir náðu til Is-
lands, ekki síður en til annarra landa. íslendingar tóku áskorun-
inni sem í nýrri heimsmynd þjóðernishyggjunnar fólst. Á þjóð-
fundinum árið 1851 var sú stefna mörkuð að íslendingar skyldu
vera sjálfstæð þjóð og neita að ganga inn í danskt þjóðríki.40 Líkt
og í Þýskalandi var íslenskt þjóðfélag lítt þróað og í reynd ótrú-
lega staðnað er sú ákvörðun var tekin, enda þreyttust íslenskir
menntamenn ekki á að reyna að vekja þjóð sína af „aldalöngum
dvala“ og „leiða hana á braut frelsis og framfara".41
Líkt og í Þýskalandi á dögum Fichtes voru orsakir þessarar
ákvörðunar fyrst og fremst menningarlegar. Margir litu svo á að
íslendingar hefðu gætt hinnar norrænu menningararfleifðar betur
en frændþjóðir þeirra; saga og menning Norðurlandanna hafði
varðveist í íslenskum ritum auk þess sem íslenskri tungu svipaði
til hinnar fornu norrænu tungu. Þegar danska einveldið féll árið
1848 fengu þessar hugmyndir pólitíska merkingu: íslenska þjóð-
in, skilgreind út frá tungumáli sínu og menningu, skyldi aðeins
lúta eigin stjórn.42 Þótt þjóðfundurinn færði íslendingum ekki
sjálfstæði mótaði hann viðfangsefni íslenskra stjórnmála næstu
fimm áratugi.43 Alþingi fékk löggjafarvald og fjárveitingarvald
með stjórnarskránni 1874 en þær réttarbætur þóttu ná skammt.
Um 1880 var farið að krefjast endurskoðunar á stjórnarskránni
með baráttu fyrir innlendri stjórn að leiðarljósi. Endurskoðunar-
menn með Benedikt Sveinsson í broddi fylkingar settu fram hvert
frumvarpið á fætur öðru þar sem þess var krafist að ráðherravald
fyrir íslandsmál flyttist inn í landið. Alger umskipti í dönskum
40 Guðmundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“ í íslensk þjóð-
félagsþróun 1880-1990. Ritgerðir, ritstj. Guðmundur Hálfdanarson og Svanur
Kristjánsson, Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun H.í. 1993, 9-58, s. 31.
41 Guðmundur Hálfdanarson, „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, s. 9.
42 Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinccs, Modern Nations: Political
Responses to State Integration in Late Nineteenth- and Early Twentieth-
Century Iceland and Brittany, Cornell University 1991 [óprentuð doktorsrit-
gerð], s. 72-73.
43 Guðmundur Hálfdanarson, „Islensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, s. 31-33.