Skírnir - 01.04.1995, Page 58
52
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
SKÍRNIR
varð þessi tilfinning svo rík hjá henni, að hún vildi heldur flýja land eða
falla, en að þola nokkurt haft á sínu persónulega frelsi. (ÍÞ 17-18)48
Um miðja níundu öld kom til ríkis í Noregi Haraldur konungur
hárfagri. Hann setti sér það markmið að sameina allan Noreg
undir eina stjórn og unni sér ekki hvíldar fyrr en það hafði tekist.
Haraldur reiddi þarna „öxina að rótum þjóðfrelsisins með því að
svifta einstaklinginn sínum arfteknu réttindum yfir óðalseign-
inni“, því að nú skyldu allir bændur gjalda landskuldir. Margir
gengu sjálfviljugir á vald konungi en hinir voru fleiri, „einkum
meðal göfugra og ættstórra manna, sem kusu heldur að flýja land
eða berjast til þrautar". Hafursfjarðarorrusta árið 872 var loka-
áfangi þessara deilna en að henni lokinni var Noregur ein ríkis-
heild undir stjórn Haralds hárfagra. Flest stórmenni sem lifðu af
þessa orrustu flýðu úr landi: „Þeir voru tiltölulega fáir af göfugri
mönnum, sem gengu á hönd Haraldi konungi." Þá fóru að byggj-
ast ýmis eyðilönd, svo sem Jamtaland, Helsingjaland, Færeyjar og
Island en stærsti straumur útflytjenda lá þó fyrst til Vesturhafs-
eyjanna því þar voru útflytjendurnir kunnugir og áttu fyrir
frændur og vini (ÍÞ 19-22).
Eftir að Jón hefur rakið þessa sögu í alllöngu máli kemur ítar-
leg umfjöllun um ætt þá er komin var út af Birni bunu, en sá var
hvað „merkastur ættbálkur fyrir vestan haf“. Af þessum ættbálki
og öðrum tengdum er það að segja að þeir voru „einna merkastir
af útflytjendum þeim, sem staðnæmdust í Vesturlöndunum“.
Ættirnar tengdust hver við aðra og voru „í mægðum við konunga
og stórmenni á Irlandi og í eyjunum". I Noregi tók Haraldur
konungur brátt að safna liði og hélt hann vestur um haf til að
leggja griðastað göfugmennanna undir sig. Fyrst flýðu þau til
Skotlands, en áttu þar aðeins griðland um skamma hríð, „að lok-
um bar þó allar þessar ættkvíslir niður á einn stað, þar sem ofríki
og ásælni Haralds konungs náði ekki til þeirra, en það var á
íslandi “ (ÍÞ 22-25).
48 Jón J. Aðils, íslenzkt þjóðerni. Alþýðufyrirlestrar, Sigurður Kristjánsson,
Reykjavík 1903.