Skírnir - 01.04.1995, Side 59
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
53
Blöndun kynþátta Norðmanna og Kelta er örlagaríkasti við-
burðurinn í þessari sögu. Að vísu telur Jón erfðalögmálið dular-
fullt, enda hafi engum tekist að skilja það til fulls. Svo mikið er þó
víst,
að vér vitum, að þegar tveir kynstofnar blanda blóði, þá tekur afkvæmið
einkenni sín í arf frá báðum, og því fjölhæfari og fjarskildari sem þessir
kynstofnar eru að upplagi, því meiri líkur eru til að út af þeim spretti
þróttmikil og fjölhæf kynslóð. Þetta kemur vel heim við forfeður vora,
enda mætti telja mörg rök því til stuðnings, ef rúm leyfði, að þjóðernið
hér á landi á söguöldinni var hvorki norskt né keltneskt, heldur íslenzkt,
þ.e. blöndun af hvorutveggja. (IÞ 40)
Hér er ekki eingöngu fundin skýring á sérstöðu þjóðarinnar
heldur er ástæða til að ætla að „blóminn af norrænum ættum úr
Vesturlöndunum ‘c hafi sest að á Islandi:
Hér rann saman í eitt andlegt fjör, hugvit og snild Keltanna, og djúp-
skygni, staðfesta og viljaþrek Norðmannanna, og fæddi af sér þjóðlíf,
sem varla hefur átt sinn líka í sögunni. Þessir erfðakostir beggja þjóðanna
koma bezt í ljós í tveim sérstökum hliðum þjóðlífsins, sem heita má að
hvor fyrir sig svari nákvæmlega til einkenna þessara tveggja kynþátta, en
þessar tvær hliðar eru: forníslenzkar bókmentir og forníslenzk stjórnar-
skipun. (ÍÞ 49-50)
Af öllu þessu má ráða tvennt: annars vegar er sérstaða íslenska
þjóðernisins skýr og greinileg, hins vegar gildir það sama um hina
íslensku þjóð og þá þýsku hjá Fichte, að hún er yfirburðaþjóð.
Hin lífrœna heild
Þjóðin í orðræðu Jóns Aðils er sömuleiðis eins konar lífvera. Líf-
veran á sér tvær víddir; hún er til hér og nú en á sér einnig sögu
sem er ekki síður hluti af tilvist hennar:
Þjóðin er eins og nokkurs konar sjálfstæð og óslitin heild, þar sem allar
lífshreyfingar eiga rót sína að rekja til sameiginlegra lífskjara, sameigin-
legra arftekinna einkenna, sameiginlegra endurminninga, sameiginlegra
vona og sorga, sameiginlegra þráa og hugsjóna. Og eitt af aðal lífsskil-
yrðum þjóðarinnar er einmitt það, að varðveita þetta innra samband
óslitið. (ÍÞ 246-47)