Skírnir - 01.04.1995, Side 61
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
55
tengdunum var risið sérstakt íslenzkt þjóðerni, að hið einkenni-
lega og fjölskrúðuga bókmentalíf hófst hér á landi“ (IÞ 54).
íslensk tunga er þannig ímynd hins einstæða yfirburðaeðlis.
Hún er yfirburðatungumál, nátengd forníslenskum bókmenntum
en þær voru annað helsta tákn þess þjóðlífs „sem varla hefur átt
sinn líka í sögunni“ (ÍÞ 49).50 Þar með er íslensk tunga einnig
upprunalegt mál, samofin hinu upprunalega þjóðareðli.
Hreinleiki eða úrkynjun
Hjá Fichte skildi „upprunalegt“ tungumál og þjóðareðli á milli
góðs siðferðis og úrkynjunar, lífs og dauða. Hugmyndir um spillt
eða óspillt þjóðareðli skipa sömuleiðis mikilvægan sess í heims-
mynd Jóns Aðils, svo mikilvægan að sjálfstæðið er einskis virði ef
spillingin nær yfirhöndinni. Þannig segir Jón:
Sé þjóðareðlið spilt og eitrað, getur engin stjórn, ekkert stjórnarskipulag,
hversu gott og fullkomið sem það kann að vera í sinni röð, varið þjóðina
falli. Sé lífskjarni hennar rotinn og visinn, er hún vægðarlaust ofurseld
glötuninni, og það hjálpar ekkert, þótt hún fengi allar sínar frelsis- og
sjálfstæðiskröfur uppfyltar út í yztu æsar [...]. (IÞ 250)
Af þessu dregur Jón þá ályktun að „öll framtíðarhagsæld byggist
að lokum á því eina stóra velferðarskilyrði, að þjóðinni takist að
varðveita sitt insta eðli ungt og óspilt“ (ÍÞ 251).
Varðveisla þjóðareðlisins felst í varðveislu þjóðlegrar menn-
ingar: „Islendingar verða að byggja sitt framtíðarlíf sína framtíð-
armenningu á þjóðlegum grundvelli, - á sögu, bókmentum og
tungu sjálfrar þjóðarinnar. Það eru hyrningarsteinarnir, sem þjóð-
félagið hvílir á“ (ÍÞ 252). Mestu skiptir, fyrir varðveislu þjóðlegr-
ar menningar, að halda tungumálinu hreinu, að vernda það gegn
erlendum áhrifum.
Til að varpa ljósi á þetta atriði er gagnlegt að skoða hvernig
Jón skiptir sögu íslensku þjóðarinnar í tímabil og hvernig hann
telur að tungumálinu hafi vegnað á hverju tímabili. Fyrsta tíma-
bilið stóð frá 930 til 1262 og var sjálfstjórnar- eða þroskatímabil
50 Hitt tákn þessa þjóðlífs var forníslensk stjórnarskipun.