Skírnir - 01.04.1995, Page 67
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
61
4. Ljósker hinna pólitísku drauma
Áður en skilið er við hugmyndir Jóns Aðils er gagnlegt að íhuga í
hve miklum mæli þær endurspeglast í almennri orðræðu íslensks
samfélags á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót og hvaða til-
gangi þær þjónuðu í íslenskri þjóðmálaumræðu. Bent hefur verið
á hvernig sjálfstæðismálið mótaði alla stjórnmálaumræðu nítj-
ándu aldar og fram á þá tuttugustu. Athugun á þessari umræðu
virðist leiða í ljós að orðræða Jóns var alls ekki einangrað fyrir-
bæri. Lítum á rök forystumanns endurskoðunarmanna, Bene-
dikts Sveinssonar, fyrir stjórnmálalegu sjálfstæði á Alþingi árið
1885, átján árum áður en Islenzktþjóðerni var gefið út:
sje nokkuð það atriði til, sem veraldarsagan sýnir og sannar á öllum tím-
um, og sem jeg ekki mun gleyma til dauðadags, þá er það það, að þá hafi
jafnan þjóðirnar staðið í mestum blóma, þegar þær hafa haft sem mest
sjálfsforræði, ráð sinna eigin málefna, og það er einmitt þetta og ekkert
annað, sem hjer ræðir um.54
Sömuleiðis segir Benedikt:
En eptir að jeg nú hefi gefið ástæðu, sanna og knýjandi ástæðu fyrir því,
hvers vegna nefndin [...] ræður til, að hjer verði skipaður landsstjóri með
ráðgjöfum, sem hafi fullkomna ábyrgð á stjórnarstörfunum fyrir alþingi,
þá geng jeg að því vakandi, að nefndinni muni mæta ýmsar mótbárur og
spurningar [...]. Jeg geng að því vakandi, að menn munu spyrja: 1. Full-
nægir þetta stjórnarfyrirkomulag hinum sönnu þjóðarþörfum Islend-
inga? Jeg svara þá: þetta stjórnarfyrirkomulag og ekkert annað, sem um
getur verið að.ræða [...]. Líti menn á, eða rjettara sagt, skynji menn rjetti-
lega þjóberni, tungumál, lundarlag og allt einkennilegt atgjörvi, hugsun-
arhátt og þjóðarmeðvitund Islendinga. [...] Lesi menn spjalda á milli tíð-
indi hinna mörgu alþinga, og skyggnist menn loksins inn í hug og hjarta
hvers viti borins manns á íslandi! Sjerhvert eitt af þessu og allt til samans
mun hátt og hátíðlega sanna mál mitt, bera vitni um, að það er satt, sem
jeg segi. Menn munu þá sjá þess óræk vitni, að ekki einungis hinir þjóð-
kjörnu þingmenn, heldur og hinir konungkjörnu þingmenn hafi játað, að
það sje að eins innlend stjórn á Islandi, sönn og veruleg innlend stjórn,
sem geti stofnsett þjóðlegar framfarir meðal vor.5i
54 Alþingistídindi 1885 B, Reykjavík 1885, s. 36.
55 Alþingistíðindi 1885 B, 347-48 [leturbreyting mín].