Skírnir - 01.04.1995, Page 69
SKÍRNIR
RÉTTLÆTING ÞJÓÐERNIS
63
Allir sem unna tungu vorri, allir þeir sem skilja, að hún er lífæð þjóðern-
isins, farvegur alls andlegs lífs með þjóðinni, ættu að taka höndum saman
og starfa að hreinsun hennar, fegrun og fullkomnun [...]. Vér verðum að
skilja, hvaðan þær eiturkveikjur koma, sem sýkja málið, svo að vér get-
um risið öndverðir gegn þeim og drepið þær áður en þær magnast svo,
að ekki verður við gert.59
Þótt dæmi þessi séu valin af handahófi sýna þau hvernig þættir
sem einkenndu hugmyndir Jóns Aðils birtust í þjóðmálaumræðu
áranna fyrir og eftir aldamót.
Markmið þessarar hugmyndafræði var í reynd að brýna Is-
lendinga í sjálfstæðisbaráttunni.60 Gagnlegt er að líta á skrif sam-
tímamanna Jóns í því sambandi. I grein sinni um Jón sem birtist í
Skírni árið 1920 lætur Páll Eggert Ólason (1883-1949) eftirfarandi
orð falla um Islenzkt þjóðerni:
Það er efalaust, að bók þessi hafði á sínum tíma geysimikil áhrif. Þá voru
umbrot mikil hér á landi í stjórnmálum, og þókti þetta rit stoð mikil og
styrkur hinum yngri mönnum, er þá höfðu hafið flokk til baráttu fyrir
hærri kröfum í sjálfstæðismálum Islendinga en áður hafði verið haldið
uppi og kölluðust Landvarnarmenn. Er það enn víst, að þessari stefnu óx
mjög gengi við rit þetta og fyrirlestra Jóns um þetta efni.61
Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) tekur dýpra í árinni en Páll.
Samkvæmt Jónasi voru hugmyndir Jóns eins konar hornsteinar
íslenska lýðveldisins:
I þeim þremur vakningarritum, sem birtust frá hendi Jóns Aðils á fyrstu
tíu árum 20. áldarinnar fengu hugsjónamennirnir eld, Ijósker sinna póli-
tísku drauma. Ekki þurfti lengi að bíða mikils árangurs. Árið 1908 svar-
aði yfirgnæfandi meiri hluti íslenzkra kjósenda spurningunni um við-
horfið til Dana á þann hátt, að þeir vildu meira en, að Island væri frjálst
land í veldi Danakonungs [...]. Sú ákvörðun, sem tekin var við kjörborð-
ið 1908, var framkvæmd á Þingvöllum 1944 [...] svo mikið er víst, að sú
vinna, sem Jón Aðils lagði fram frá aldamótum og þar til [...] 1911, hafði
59 Guðmundur Finnbogason, „Móðurmálið", Isafold, 21. mars, 1908 [letur-
breyting mín].
60 Ingi Sigurðsson, Islenzk sagnfræði..., s. 81-82.
61 Páll Eggert Ólason, „Jón Jónsson Aðils“, s. 242.