Skírnir - 01.04.1995, Page 73
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
67
Efnahagsleg þjóðernisstefna (eða þjóðernissinnuð efnahags-
stefna) leitast við að takmarka ítök útlendinga í atvinnulífi og
setja alþjóðlegum efnahagsáhrifum pólitískar skorður. Hún legg-
ur meiri áherslu á hagkerfi þjóðríkisins og sjálfstæði þess gagn-
vart heimsmarkaðinum en alþjóðleg, frjálslynd efnahagsstefna og
meðal ákafra þjóðernissinna gætir ríkrar tilhneigingar til sjálfs-
þurftarbúskapar. I þjóðernishyggju er fólgin heildarhyggja sem
hefur þjóðina, ríkið og þjóðarbúskapinn sem útgangspunkta
fremur en einstaklingana og markaðinn, hvort heldur utanlands
eða innan. Þegnar ríkisins eru „allir á sama báti“ og deila sömu
örlögum. Þjóðernissinnum er því töm sú hugmynd að þjóðríkið
marki efnahagslífinu braut, sem kunni jafnvel að rekast á hag-
kvæmnirök heimsmarkaðarins ef önnur veigameiri samfélagsleg
markmið, pólitísk, félagsleg, menningarleg eða efnahagsleg, eru
talin standa þeim ofar.4
Andstæða þjóðernisstefnunnar er alþjóðahyggja, pólitísk og
efnahagsleg, sem ýmist skírskotar til einstaklingshyggju eða al-
þjóðasamvinnu og jafnvel ríkjasamtaka sem hefja sig yfir landa-
mæri þjóðríkja. Tvenns konar alþjóðahyggju hefur verið teflt
fram gegn þjóðernishyggjunni síðan á 19. öld, annars vegar borg-
aralegri alþjóðahyggju sem vill frjáls viðskipti með vörur, fjár-
magn og vinnuafl milli landa, og hins vegar sósíalískri alþjóða-
hyggju gamla marxismans, sem stefndi að sameiningu verkalýðs-
stéttarinnar í öllum löndum.
Á fyrri hluta þessarar aldar var þjóðernisstefna mest áberandi
á hægri væng íslenskra stjórnmála og kemur hún skýrt fram í
menningarlegum og pólitískum sjálfstæðiskröfum á hendur Dön-
um. Efnahagsleg þjóðernisstefna átti þó ekki síður góðan hljóm-
grunn hjá hægrimönnum, eins og sjá má í kjörorði Sjálfstæðis-
flokksins og þeirra flokka sem að honum stóðu: Island fyrir
4 Harry G. Johnson (ritstj.), Economic Nationalism in Old and New States
(London, 1968). - Dudley Seers, The Political Economy of Nationalism (Ox-
ford, 1983) - Brian Girvin, „Nationalism, Economic Growth and Political
Sovereignty", History of Political Ideas XV (1992), No. 1-3, bls. 177-84. - Ro-
bert B. Reich, The Work of Nations. Preparing Ourselves for 21st-Century
Capitalism (New York, 1991) rekur sögulega þróun efnahagslegrar þjóðernis-
hyggju í samhengi við bandaríska sögu.