Skírnir - 01.04.1995, Page 75
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
69
frjálslynda efnahagsstefnu hefur myndast svipuð togstreita meðal
þeirra og hrjáð hefur hægri flokkana alla öldina, togstreita milli
opingáttar- og innilokunarstefnu.
Efnahagslegar forsendur þjóðernisstefnu
Tengslin milli þjóðernisfrjálshyggjunnar, nationallíberalismans, í
Danmörku og þjóðernishreyfingarinnar á Islandi eru augljós,
þótt deila megi um hvers eðlis hin hugmyndalegu áhrif voru hér á
landi. Islenskir stúdentar og menntamenn í Kaupmannahöfn
urðu fyrir miklum áhrifum af pólitískum atburðum í Danmörku
um og eftir 1830 og hrifust af nýstárlegum hugmyndum sem þar
voru á sveimi um aukna hluttöku þegnanna í stjórn landsins og
stjórnarfarslegar umbætur í anda frjálshyggjunnar. Menntamenn-
irnir báru þessar hugmyndir til Islands þar sem þær blönduðust
gömlum innlendum viðhorfum, þar á meðal föðurlandsást og for-
tíðardýrkun. Þessir tveir hugmyndafarvegir sameinuðust í sér-
stakri íslenskri þjóðernisstefnu.
Annar þáttur í eflingu þjóðernisstefnunnar hér á landi, sem
ekki hefur verið gert mikið úr, eru batnandi lífskjör eftir 1820.
Eftir Napóleonsstyrjaldir fóru landsmenn að rétta úr kútnum og
fólkinu fjölgaði á ný. Árin 1820-1855 voru hagvaxtarskeið þegar
á heildina er litið, sérstaklega tíminn eftir 1840. I náttúrubúskap
eins og þeim íslenska skipti miklu máli að engin stóráföll urðu af
náttúrunnar völdum, ytri aðstæður bötnuðu og atvinnulíf tengd-
ist erlendum mörkuðum nánari böndum. Island var ekki staðnað
bændasamfélag, eins og stundum er haldið fram, heldur landbún-
aðarsamfélag í vexti.
Á þessum tíma tók sjálfseignarbændum að fjölga nokkuð og
voru margir þeirra betur megandi, áræðnari í búskapnum og
áhugasamari um félagsmál en forfeður þeirra. Til varð dálítill
hópur íslenskra kaupmanna, sem glæddi trú manna á að Islend-
ingar gætu tekið verslunina í auknum mæli í sínar hendur. Orast-
ur var vöxturinn í atvinnulífi á Vesturlandi, en einmitt þar féll
boðskapur Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar í frjóastan jarðveg
um miðbik aldarinnar.