Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 79
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
73
keypt jarðir, stundað búskap, verslun og útgerð og jafnvel veitt
fisk í landhelgi. Um síðastnefnda atriðið hélt Alþingi að vísu fram
annarri lagatúlkun en danska stjórnin, nefnilega þeirri að aðeins
mönnum búsettum á Islandi væri heimilt að stunda bátaveiðar í
landhelgi. Danska stjórnin gat aftur á móti ekki fallist á þann
skilning að Danir og Færeyingar væru útlendingar á íslandi og
þar við sat.
Þegar lagaleg umgjörð efnahagslífs er skoðuð kemur í ljós að
þrátt fyrir ýmsar skorður var atvinnulöggjöfin opnari gagnvart
fjárfestingum, vinnu og atvinnurekstri utanríkismanna en síðar
varð. Þetta á reyndar líka við um Evrópu yfirleitt þar sem al-
þjóðaviðskipti voru á flestum sviðum frjálsari á síðari hluta 19.
aldar og fram að fyrra stríði en eftir þann tíma, að ekki sé talað
um tímabilið 1930-1960. Utanríkismenn gátu fjárfest í jörðum og
stundað búskap að vild, en í slíkt réðust þó ekki nema fáeinir sér-
vitringar. Frá 1855 máttu þeir einnig sigla til landsins hindrunar-
laust, stunda verslunarstörf og veiða fisk upp að fjögurra mílna
landhelgi. Þeim var heimilt að stunda launavinnu, þótt lítill hafi
áhuginn verið fram um aldamót. Um þær mundir hljóp hins veg-
ar mikill vöxtur í efnahagslífið og eftirspurn eftir vinnuafli knúði
upp verkakaup. Til landsins streymdu mörg hundruð erlendir
verkamenn, aðallega frá Danmörku og Noregi, sem stunduðu
hvalveiðar, vegavinnu, símalagningu og almenna verkamanna-
vinnu. Alþingi og stjórnvöld studdu þetta innstreymi verkafólks
með ráðum og dáð.
Á einu sviði var útlendingum þó bannaður aðgangur: fisk-
veiðar frá landi og fiskvinnslu máttu þeir ekki stunda. Hér var á
ferðinni ævafornt bann sem rekja má allt til 15. aldar og birtist
meðal annars í hinum fræga Píningsdómi frá árinu 1490. Kaup-
mönnum og útgerðarmönnum var bannað að hafa vetursetu og
ráða til sín íslendinga í vinnu. Ennfremur var Frökkum, Hollend-
ingum, Englendingum og öðrum utanríkismönnum, sem öldum
saman fiskuðu á Islandsmiðum í stórum stíl, meinað að versla við
íslendinga, hvað þá að koma upp aðstöðu í landi, ráða menn í
vinnu og hefja fastan atvinnurekstur. Langlífi Píningsdómsstefn-
unnar verður helst skýrt með því að hún sameinaði grundvallar-
hagsmuni í samfélaginu, hagsmuni landeigenda, sem óttuðust að