Skírnir - 01.04.1995, Page 81
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
75
hugðust þjóðfrelsismenn ná þrennu fram: vega að rótum sel-
stöðuverslunarinnar, styrkja íslenska kaupmannastétt og hindra
að verslunararðurinn flyttist úr landi. Margsinnis voru frumvörp
samþykkt í neðri deild þingsins um að kaupmenn skyldu eiga bú-
setu í landinu, en þau voru ýmist felld af efri deildinni eða vísað á
bug af dönsku stjórninni á þeirri forsendu að þau mismunuðu
þegnum ríksins.14
Baráttan fyrir forræði Islendinga í atvinnulífi beindist að fleiri
sviðum en verslun á ofanverðri öldinni. Landhelgismál brunnu
heitt á mönnum enda snertu yfirráðin yfir fiskimiðunum grund-
vallarhagsmuni íslendinga. Ástæðan til þess að fiskveiðimálin
komust í brennidepil var einkum ásókn annarra þjóða, bátaveiðar
Færeyinga á Austfjörðum, síld- og hvalveiðar Norðmanna á
Vestfjörðum og Austfjörðum, en þó umfram allt togaraveiðar
Breta á grunnslóð eftir 1890. Aðgangur að fiskimiðunum var í
raun og veru greiður, þar sem landhelgin var aðeins fjórar mílur
og lögin um veiðar útlendinga í landhelgi götótt. Lög frá 1872,
sem bönnuðu útlendingum veiðar og verkun afla í landhelgi og á
landi, skilgreindu ekki hvað í hugtakinu útlendingur fólst. Utan-
ríkismenn sem tilkynntu sig búsetta í landinu og greiddu sveitar-
gjöld voru þannig ekki álitnir útlendingar af yfirvöldum og fengu
þeir að veiða óáreittir í landhelgi. Norskir hvalveiði- og síldveiði-
menn voru þar fremstir í flokki.15
Baráttan gegn veiðum útlendinga á Islandsmiðum beindist
annars vegar að því að hindra veiðar utanríkismanna í landhelgi
og hins vegar að fá framgengt kröfunni um að innanríkismenn
yrðu að vera búsettir í landinu til að mega stunda fiskveiðar.
Fyrra atriðinu var danska stjórnin sammála, en sinnti landhelgis-
gæslu slælega. Síðara atriðinu var hún algerlega mótfallin vegna
þess að hún taldi það gagnstætt almennum grundvallarreglum um
jafnrétti danskra þegna. Synjaði hún því öllum tillögum sem
hnigu í þessa átt.
14 Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið. Lagasynjanir 1875-1904 (Reykja-
vík, án útgáfuárs), bls. 61-73.
15 Lovsamling XXI, bls. 178-82. - Jón Krabbe, Frá Hafnarstjóm til lýdveldis
(Reykjavík, 1959), bls. 97.