Skírnir - 01.04.1995, Side 84
78
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
3. Efnaleg og andleg velferð þjóðarinnar stóð í réttu hlutfalli við
frelsi hennar og sjálfstæði. Framfarir og nýjungar í atvinnu-
málum komust á skrið þegar Islendingar fóru að hafa áhrif á
stjórn landsins. Því valdameira sem Alþingi varð, þeim mun
örari urðu framfarirnar. Þannig var Alþingi - eða að minnsta
kosti þjóðkjörinn hluti þess - að öllu jöfnu framfarasinnað og
ruddi brautina í efnahagslegri uppbyggingu landsins.
A síðustu tveim áratugum eða svo hefur söguskoðun þjóðern-
issinna sætt vaxandi gagnrýni.20 Sagnfræðingar og aðrir hafa
dregið í efa umbótavilja þjóðfrelsismanna í atvinnumálum og gert
grein fyrir andstöðu þeirra við frjálslyndari skipan í félags- og
efnahagsmálum. Gísli Ágúst Gunnlaugsson kannaði áhrif félags-
málalöggjafar á samfélagshætti á 19. öld og hvernig hún var notuð
til að stýra búsetu, fjölskyldumyndun og vinnuafli.21 í rannsókn
á vinnufólki lýsti greinarhöfundur hvernig bændastéttin aflaði sér
ódýrs vinnuafls með vistarskyldu og taldi að sú kvöð hafi hamlað
þéttbýlismyndun og aukinni verkaskiptingu. Jafnframt var bent
á að viðhorf dönsku stjórnarinnar og konungkjörinna þingmanna
til vistarskyldu og atvinnustýringar hafi verið frjálslyndari en
hinna þjóðkjörnu.22 I nokkrum verkum hefur verið fjallað um
þrúgandi ábúðarlöggjöf og tregðu Alþingis við að gangast fyrir
umbótum á henni.23 Flestum þessara málefna hafði verið vakið
20 Sláandi hliðstæður er að finna í danskri sagnaritun um þróun landbúnaðar frá
18. öld sem mótast hefur af „söguskoðun bænda“ („gárdmanslinien i dansk
historieskrivning"), en verið gagnrýnd og endurskoðuð á síðari árum, sjá
Thorkild Kjærgárd, „The Farmer Interpretation of Danish History“, Scandi-
navian Journal of History X (1985), bls. 97-118.
21 Ómagar og utangarðsfólk. Fátœkramál Reykjavíkur 1786-1907, Safn til Sögu
Reykjavíkur (Reykjavík, 1982). - Sami, Family and Household in Iceland
1801-1930. Studies in the Relationship between Demographic and Socio-
economic Development, Social Legislation and Family and Household
Structures (Uppsala, 1988).
22 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19.-öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5
(Reykjavík, 1981).
23 Guðmundur Hálfdanarson, „Afkoma leiguliða 1800-1857“, ópr. ritg. í
Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni (hér eftir Hbs.), BA-próf í sagn-
fræði við H. í. 1980. - Erlingur Brynjólfsson, „Bagi er oft bú sitt að flytja“,
ópr. ritgerð í Hbs., cand. mag. próf í sagnfræði við H. í. 1983. - Guðmundur
Jónsson, „Sambúð landsdrottna og leiguliða. Yfirvöld skrifa um leiguábúð
1829-1835“, Saga XXVI (1988), bls. 63-106.