Skírnir - 01.04.1995, Side 85
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
79
máls á áður, en þau voru ekki tengd stefnu þjóðernissinna eða
hagsmunum bændastéttarinnar beinlínis. Um svipað leyti komu
út sagnfræðiverk um eldri sögu sem röktu fátækt og vanþróun
samfélagsins til íhaldssamrar bændastéttar.24
Lengst hefur Guðmundur Hálfdanarson gengið gegn hefð-
bundinni söguskoðun á sjálfstæðisbaráttunni. Hann telur að ís-
lenskir þjóðernissinnar hafi ekki einungis staðið gegn umbótum í
atvinnulífi og verið andsnúnir efnahagslegri frjálshyggju, heldur
hafi drifkrafturinn í sjálfstæðisviðleitni Islendinga verið löngunin
til að geta framfylgt íhaldsstefnu í félags- og efnahagsmálum.25
Guðmundur dregur að vísu nokkuð í land í nýrri útfærslu á
kenningu sinni, því nú gerir hann ráð fyrir að aðeins hluti þjóð-
ernishreyfingarinnar hafi verið íhaldsamur.26 Af því verður að
ætla að einhver hluti þjóðernishreyfingarinnar hafi verið frjáls-
lyndur, þótt Guðmundur taki hann ekki sérstaklega til umfjöll-
unar.
Fær kenning Guðmundar staðist? Fullyrðingu hans um að Is-
lendingar hafi ætlað að nota aukna sjálfstjórn til að setja skorður
við áhrifum frjálslyndisstefnunnar er erfitt að finna stað í
heimildum.27 Hvað er þá að segja um afstöðu þjóðernissinna
almennt í efnahagsmálum? Afstaða þeirra til efnahagslegra um-
bóta og frjáls markaðsbúskapar var margræð, en ekki eins af-
dráttarlaus og neikvæð og Guðmundur vill vera láta. í kenningu
Guðmundar er lítið rúm fyrir þá hugmynd að menn mótist af
átökum og málamiðlunum milli fortíðararfs og fyrirheita sem
framtíðin löfar, samkvæmt kenningu hans eru menn annaðhvort
24 Einkum rit Gísla Gunnarssonar, Upp er boðið Isaland. í Gunnar Karlsson,
„Hvernig verður ný söguskoðun til?“, væntanleg í Sögu XXXIII (1995), eru
tilfærð fleiri rit af þessum toga.
25 „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi. Ihaldsemi og frjálslyndi á fyrstu
árum hins endurreista alþingis", Tímarit Máls og menningar XLVII (1986),
bls. 457-68.
26 Guðmundur Hálfdanarsonar, „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, Islensk
þjóðfélagsþróun 1880-1990. Ritstj. Guðmundur Hálfdanarson og Svanur
Kristjánsson (Reykjavík, 1993), bls. 49.
27 Sbr. Gunnar Karlsson, „Hvernig verður ný söguskoðun til?“ Sjá ennfremur
sami, „Frjálslyndi kemur ekki í eitt skipti fyrir öll“, og Guðmundur Jónsson,
„Ósamræmi í frelsishugmyndum oftúlkað", Ný saga I (1987), bls. 61-66.