Skírnir - 01.04.1995, Page 86
80
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
gegnheilir íhaldsmenn eða gegnheilir frjálshyggjumenn. Að minni
hyggju voru efnahagslegar hugmyndir þjóðernissinna í deiglu á
ofanverðri 19. öld, þar sem toguðust á erfðavenjur fátæks bænda-
samfélags og frjálslynd hugmyndafræði, svo að útkoman varð oft
þversagnakennd afstaða til samfélagsmálefna. Mat á efnahagsleg-
um hugmyndum þjóðernissinna má ekki einskorðast við að skipa
mönnum á bása, það verður að gera ráð fyrir flóknari veruleika
hugmyndanna þar sem efnahagsstefnan í heild sinni og viðhorf
manna til almennrar samfélagsþróunar, þar á meðal þjóðríkisins
sjálfs, eru tekin með í reikninginn.
Markmið þjóðernishreyfingarinnar var tvíþætt: að koma á
stjórn íslendinga á öllum sviðum þjóðlífs og að mynda þjóðríki
með öllum þeim stofnunum og viðfangsefnum sem því fylgdu.
Þjóðernisstefnan var hugmyndalegur aflvaki þessara tveggja ferla
og tókst ótrúlega vel að virkja ólíka hópa og stéttir hér á landi til
þátttöku í stjórnmálalífi og skapa hugarfar samstöðu. Félagslegt
og efnahagslegt sköpulag þess ríkis sem þjóðfrelsissinnar stefndu
að var hins vegar ekki dregið skýrum línum á 19. öldinni. Mynd-
un þjóðríkis á Islandi var í vissum skilningi hluti af hugmynda-
fræði frjálshyggjunnar, þó ekki væri nema vegna þess að í því
fólst nýtt stjórnskipulag sem raskaði hefðbundnum valdastofn-
unum.28 Að svo miklu leyti sem þjóðernisfrjálshyggja mótaði
hugmyndir þjóðfrelsismanna má segja að stefnan hafi verið sett á
borgaralegt réttarríki með fulltrúastjórn. Órjúfanlegur hluti þjóð-
ríkisins var þjóðhagkerfið, en til þess að koma því á þurfti að
samræma stofnanir, lög og reglur fyrir allt landið og efla viðskipti
og samgöngur milli hinna dreifðu byggða landsins. Án fjármála-
stofnana og gjaldmiðils var tómt mál að tala um sérstakt íslenskt
hagkerfi. Sú efnahagslega nýsköpun sem fylgdi myndun þjóðrík-
isins og fólst í því að koma nýjum stofnunum á fót og byggja upp
innviði hagkerfisins var í raun og veru forsenda þess að Islend-
ingar gætu tileinkað sér nútímalega atvinnuhætti. Að þessu leyti
hafði þjóðernisstefnan framfarasinnað inntak í atvinnuefnum: að
búa efnahagslífi nútímalega umgjörð.
28 Sbr. E. J. Hobsbawm, Nations and Nationalism since 1780. Programme, Myth,
Reality (Cambridge, 1991), bls. 24-28.