Skírnir - 01.04.1995, Side 87
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
81
Hins vegar þegar skoðuð er atvinnustefna Alþingis, þar sem
málefni landbúnaðar, sjávarútvegs og verslunar voru mikilvægust,
liggja þræðirnir ekki allir í sömu átt. Stefna þingsins var langt frá
því að vera umbótasinnuð í veigamiklum málum og merki efna-
hagslegrar frjálshyggju er ekki að sjá nema á afmörkuðum sviðum
fram undir lok 19. aldar. Skýringin er að sjálfsögðu sú að þjóð-
ernishreyfingin festi rætur áður en verulegur skriður komst á
kapítalíska þróun samfélagsins. Burðarásinn í þjóðfrelsisbarátt-
unni var ekki ört vaxandi millistétt í bæjum heldur betur megandi
bændur, þá helst sjálfseignarbændur,29 og fámennur hópur
menntamanna. Framan af voru því engin sterk borgaraleg öfl til
að stýra baráttunni inn á braut kapítalískrar efnahagsuppbygg-
ingar.
I árdaga þjóðernisstefnunnar, á dögum Baldvins Einarssonar,
var það róttækasta sem menn gátu hugsað sér í efnahagslegri ný-
sköpun að byggja kálgarð og læra garðyrkju.30 Hálfri öld síðar
var sjóndeildarhringur þjóðfrelsismanna orðinn öllu víðari, en
enn var hann þó markaður af hagsmunum íhaldsamrar bænda-
stéttar. Andstaða gegn nýmælum í atvinnuefnum var síður en svo
algjör, en hún beindist sérstaklega gegn breytingum sem röskuðu
ríkjandi félagstengslum. Sjálfseignarstefna í landbúnaði átti til að
mynda erfitt uppdráttar fram yfir 1880 og tilraunir til að veita
leiguliðum tryggari og hagfelldari ábúð á einkajörðum misheppn-
uðust á 19. öldinni. Fyrir vikið urðu framfarir á jörðunum hægar
og húsabætur litlar þar til komið var fram á 20. öld. Gegn breyt-
ingum á ábúðarlöggjöfinni, sem gjarnan voru tengdar útlendum
hugmyndum, tefldu talsmenn landeigenda þeim rökum að ís-
lenskt samfélag væri svo sérstakt að um það giltu önnur lögmál
en önnur samfélög.31
29 Ekki hefur verið rannsakað nákvæmlega hvers konar bændur báru upp stjórn-
málastarf á 19. öldinni, sjá þó helst Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-
þingeyinga ogjón á Gautlöndum (Reykjavík, 1977).
30 Sbr. Ármann á alþingi III (1831), bls. 115.
31 Guðmundur Jónsson, „The State“, bls. 83-105 - Sami, „Sambúð landsdrottna
og leiguliða“, bls. 63-106.