Skírnir - 01.04.1995, Síða 88
82
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
í verslun innanlands settu lítil umsetning og verslunarhættir
frjálsri verðmyndun og samkeppni miklar skorður, en lagahöml-
ur á umsvifum lausakaupmanna og sveitaverslana höfðu líka sitt
að segja. Mestan þátt í takmörkunum á lausakaupmennsku höfðu
fastakaupmenn átt í því skyni að hindra samkeppni, en að baki
andstöðunni við landprangið svokallaða virðist hafa verið ótti við
siðspillandi áhrif verslunar. Menn töldu að hún græfi undan hefð-
bundinni atvinnu og góðum og gömlum dyggðum, aga, vinnu-
semi, heiðarleika og sparsemi, en gæfi prútti, óhófi og munaði
undir fótinn. I þingnefnd árið 1849 var frjálsri sveitaverslun mót-
mælt með þeim rökum „að úr því megi vel verða landprang eitt á
munaðarvöru einni saman“. Svo gæti farið „að margur maður
kysi fremur þenna atvinnuveginn, sakir bæði hægðar og ábata-
vonar, heldur en að gefa sig við hinni miklu arðminni stritvinnu
sem jarðrækt vorri fylgir og allri búsýslu".32 Um miðja öldina var
nokkur hreyfing í þá átt að færa innanlandsverslun í frjálsræð-
isátt, en hún bar ekki árangur fyrr en á síðustu áratugum aldar-
innar.
Eitt mikilvægasta atriðið í efnahagsstefnu „gamla skipulags-
ins“ var atvinnu- og búsetustýring sem miðaði að því að viðhalda
landbúnaði sem þungamiðju efnahagslífs og sjávarútvegi sem
aukabúgrein hans. Vertíðavinnuafl í sjávarútvegi átti að mestu að
koma úr sveitum, en að öðru leyti átti aðeins að leyfa takmörk-
uðum fjölda fólks að gera sjávarútveg að aðallífsviðurværi sínu.
Til þess að framfylgja þessari stefnu varð að halda vinnuafli í
sveitum og takmarka vöxt fiskimannastéttar og var það gert með
vistarbandi, hömlum á þurrabúðarsetu, fátækralöggjöf og harð-
neskjulegri stjórn fátækramála í bæjum. Við getum kallað áhang-
endur þessarar stefnu landbúnaðarpatríóta eins og gert hefur ver-
ið um áþekka hreyfingu meðal bænda í Noregi fram eftir 19.
öldinni.33 Islensk stjórnvöld stýrðu vinnuafli með þessum hætti
32 Alþt. 1849, bls. 484-85.
33 Sjá t.d. Trond Bergh, Tore Hanisch, Even Lange og Helge Pharo, Norge fra
u-land til i-land. Vekst og utviklingslinjer 1830-1980 (Oslo, 1988), bls. 49-55.
- Fritz Hodne, Norges ökonomiske historie 1813-1970 (Oslo, 1981), einkum 7.
kafla.