Skírnir - 01.04.1995, Síða 90
84
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Fræðileg rök í anda frjálslyndisstefnunnar voru færð fyrir
verslunarfrelsi eins og sjá má skýrt í skrifum og þingstörfum Jóns
Sigurðssonar, Arnljóts Ólafssonar og Jóns Ólafssonar. En það
væri fásinna að ætla að fríverslunarsinnar hér á landi hafi ein-
göngu verið knúnir af fræðilegum rökum frjálshyggjunnar um
heppilegasta skipun verslunarmála. Þeir stjórnuðust flestir af eig-
inhagsmunum, rétt eins og andstæðingar korntollsins í Bretlandi
nokkru áður, enda vandfundin þau lönd þar sem efnahagstefnan
mótast af hugsjónaástæðum einum saman.37 Ástæður manna voru
ýmsar. Margir bundu vonir við að með verslunarfrelsinu við út-
lönd 1855 yrðu síðustu leifar einokunarverslunar Dana upprættar
á Islandi, aðrir að ný viðskiptasambönd kæmust á, og almennt
voru menn á þeirri skoðun að betri kjör myndu nást í utanlands-
viðskiptum. Þjóðernisstefna átti einnig stóran hluta að máli þar
sem verslunarfrelsi var skoðað sem liður í því að færa verslunina
úr höndum Dana til Islendinga. Viðhorf til tollamála mótuðust
meðal annars af minningum um einokunarverslunina, en hags-
munasjónarmið skiptu sköpum: aðfluttar vörur veittu innlendum
afurðum ekki teljandi samkeppni, þannig að ekki var til að dreifa
atvinnuhagsmunum til að knýja fram verndaraðgerðir. Auk þess
fylgdi verndartollum ávallt sú hætta að viðskiptalöndin svöruðu í
sömu mynt.
Af hvaða hvötum sem menn annars aðhylltust frjálslynda
verslunarstefnu var hún í hávegum höfð í utanlandsviðskiptum
frá miðri 19. öld og fram yfir 1930. Þannig samsinntu þjóðernis-
sinnar í verki því grundvallarsjónarmiði frjálslyndisstefnunnar að
frjáls milliríkjaviðskipti stuðluðu að hagkvæmri framleiðslu á
þann hátt að hvert land hagnýtir sér sérstöðu sína í hinni alþjóð-
legu verkaskiptingu. Áherslan á mikil og hindrunarlaus viðskipti
37 Á sama hátt var haldið í verndartolla víða um Evrópu langt fram á 19. öld,
ekki aðeins af tryggð við verndarsjónarmið kaupskaparstefnunnar, heldur af
praktískum ástæðum: fjárþörf ríkisins. Sjá um Bretland Paul Bairoch,
„European Trade Policy, 1815-1914“, í Peter Mathias og Sidney Pollard (rit-
stj.), Cambridge Economic History of Europe VIII (Cambridge, 1989), bls. 4-
13. - Peter Mathias, The First Industrial Nation. An Economic History of
Britain 1700-1914 (London, 1983), bls. 266-77.