Skírnir - 01.04.1995, Side 91
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
85
við útlönd sýnir einnig vinsældir þess viðhorfs að utanríkisversl-
un sé uppspretta hagvaxtar.
Þótt við getum greint hjá mörgum hikandi og jafnvel fjand-
samlega afstöðu til borgaralegra þjóðfélagshátta er engum blöð-
um um það að fletta að þjóðernishyggjan efldi með Islendingum
sjálfstraust, vilja til athafna og áræði til að yfirvinna þá fornu
fjendur, bölsýnina og vanmetakenndina, sem landlægir voru á 18.
og 19. öld. Hún varð hið nýja bindiefni samfélagsins og vísaði
mönnum fram á veginn. Vissulega gylltu menn fortíðina en aftur-
hvarfsstefna náði ekki yfirhöndinni í málefnum atvinnuvega;
þvert á móti gætti vaxandi framfaratrúar sem kom fram bæði í at-
höfnum einstakra manna og í metnaðarfyllri opinberri stefnu.
Skoðum nánar í hverju þessi framfarahyggja birtist og að hvaða
marki þjóðfrelsishreyfingin var boðberi breytinga í efnahagslífi.
íslenskum stjórnmálamönnum var tíðrætt um þörfina á breyt-
ingum í atvinnulífi og tóku framfaratrú eins og þá var títt meðal
frjálslyndra manna í Evrópu. A ofanverðri 19. öld var sú skoðun
útbreidd í skrifum um efnahagsmál hérlendis, hvort heldur hjá
stjórnmálamönnum eða öðrum, að efnalegar framfarir fælust ekki
aðeins í meiri framleiðslu við óbreyttar kringumstæður heldur
fjölbreyttari framleiðslu, nýtískulegri tækni, skynsamlegri og
hagkvæmari nýtingu hráefna, tækja, fjármagns og jafnvel vinnu-
afls. I landbúnaði ræddu menn mikið um aukna ræktun með
áveitum og síðar túnrækt, betri heyásetning og meðferð alla á bú-
fénaði, nýtingu á áburði, kynbætur á fé, notkun betri verkfæra og
samgöngubætur. I sjávarútvegi var rætt um þörfina á þilskipum,
netaveiðum, íshúsum og bættri hafnaraðstöðu.
Þennan aukna áhuga á fjölbreyttari framleiðslu, hagkvæmari
atvinnurekstri („rationaliseringu") og tækninýjungum má rekja
til þess að framleiðendur til sjós og lands voru að snúa sér í aukn-
um mæli að framleiðslu fyrir erlenda markaði sem gerði meiri
kröfur til samkeppnishæfni þeirra en framleiðsla til eigin nota eða
til skipta á innanlandsmarkaði. Bændur voru meira en fúsir að
færa sér í nyt þau tækifæri sem vaxandi eftirspurn á erlendum
mörkuðum veitti þeim, þótt þeir gyldu varhug við áhrifum við-
skiptatengslanna á samfélagsskipanina og vildu helst einskorða
þau við utanlandsverslunina sjálfa: stærri markaði, bætt verslun-