Skírnir - 01.04.1995, Page 93
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
87
hindruninni rutt úr vegi.40 Mikilvægasta andstaðan gegn út-
breiðslu kapítalískra framleiðsluhátta brast þegar hefðbundin
verndarstefna gagnvart landbúnaði var gefin upp á bátinn og
hömlur á búsetu- og atvinnufrelsi voru afnumdar á árunum 1894-
1907.
Samtímis urðu Islendingar opnari fyrir erlendum efnahags-
áhrifum sem komu meðal annars fram í áhuga erlendra kaup-
sýslumanna á að fjárfesta í íslenskum atvinnuvegum. Upp kom
öflugur hópur manna, einkum í kringum valtýinga, sem ætlaði
útlendu fjármagni og hugviti stórt hlutverk í hinu nýja landnámi
Islands. Stórkostleg framkvæmdaráform voru upphugsuð og var
eitt fyrsta þeirra „stóra málið“ svokallaða á þingi 1894 sem snerist
um að fá erlent félag til að taka að sér skipasamgöngur og járn-
brautalagnir á íslandi. A næstu árum komust sum þessara áforma
í verk, erlendir aðilar stofnuðu til útgerðar og versluðu með ís-
lenskan fisk, þeir stefndu ennfremur að virkjun fallvatna og orku-
frekum iðnaði í tengslum við hana.41 En uppúr öllu þessu stendur
ákvörðun Alþingis að stofna Islandsbanka, sem komið var á fót
árið 1904 af dönskum og norskum kaupsýslumönnum. Beindi
bankinn ekki aðeins miklu erlendu fé inn í atvinnulífið, heldur
fékk hann einkarétt á seðlaútgáfu í landinu. I ljósi þess að stjórn-
frelsisbaráttan nær hámarki með aldamótakynslóðinni svoköll-
uðu kann mörgum að þykja kyndugt að erlendu auðmagni hafi
verið veitt slík lykilstaða í íslensku fjármálalífi. En stofnun Is-
landsbanka sýnir svo ekki verður um villst að ört vaxandi þörf at-
vinnulífs fyrir lánsfé var áhyggjum þjóðernissinna af efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar yfirsterkara.
Annað merki um styrk alþjóðahyggju í efnahagsmálum um
aldamótin er að þá stóðst fríverslunarstefnan fyrstu alvöru atlögu
verndunarsinna. Innlend framleiðsla átti í harðnandi samkeppni
við innfluttar vörur, aðallega smjörlíki, kartöflur og vefnaðarvör-
40 Og persónulegu hindruninni, mætti bæta við, því Magnús Stephensen lands-
höfðingi hafði verið íhaldssamur í atvinnu- og fjármálum.
41 Gott yfirlit um þetta er í Sumarliði ísleifsson, „íslandsbanki og erlent fjár-
magn á Islandi í upphafi 20. aldar“, Fjármálatíðindi XXXIX (1992), bls. 77-89,
159-73, 254-72.