Skírnir - 01.04.1995, Page 95
SKÍRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
89
efnahagslífi á fyrri hluta 20. aldar og urðu meiri en í flestum
nágrannalöndunum.42 Styrkur þjóðernisstefnunnar á Islandi er
ein af höfuðskýringunum á þessu, þar sem í henni var fólgið já-
kvætt viðhorf til ríkisumsvifa, rík tilhneiging til að leita pólitískra
úrlausna í efnahagsmálum, sem hinir nýju „stéttaflokkar“ 20. ald-
ar tóku í arf frá flokkum sjálfstæðisbaráttunnar. Jafnvel Jón
Krabbe, sem var frjálslyndari í efnahagsmálum en flestir samtíma-
menn hans íslenskir, lét svo um mælt í tímaritsgrein árið 1904:
„íslendingum hættir víst við að gera alltof mikið úr mætti lög-
gjafarvaldsins og stjórnarskrifstofanna til að efla atvinnuvegi
landsins“, en flýtti sér að bæta við: „en það, sem unnt er að gera,
það á líka að gera; og stjórnarvöldin geta að minnsta kosti lagt
fram það fé sem þörf er á.“43
íslandfyrir íslendinga: 1914-1940
Kreppan mikla, sem hófst árið 1929, er jafnan talin marka þátta-
skil í efnahagsmálum. í okkar samhengi eru kreppuráðstafanirnar
líka grundvallaratriði vegna þess að þá var horfið frá fríverslunar-
stefnu og háir tollmúrar reistir um íslenskt efnahagslíf. I fyrstu
voru tollarnir fálmkenndar aðgerðir til að draga úr gjaldeyris-
skorti og greiðsluhalla við útlönd, en árið 1935 voru þeir auknir
til mikilla muna og ætlað markvisst það hlutverk að vernda inn-
lenda iðnaðarframleiðslu og auka atvinnu. „Þjóðleg“ uppbygging
atvinnuvega varð eitt aðalstefnumið ríkisstjórna í efnahagsmálum.
Vegur efnahagslegrar þjóðernisstefnu hafði í raun farið vax-
andi allt frá heimsstyrjöldinni fyrri. Alþjóðaverslun beið hnekki í
stríðinu, alið var á öfgasinnaðri þjóðernishyggju og í verslun og
viðskiptum hugsaði hvert ríki um að bjarga eigin skinni. Þrátt
fyrir ákafar tilraunir eftir stríð til að koma skipulagi efnahagsmála
í fyrra horf tókst það ekki að fullu og alþjóðleg viðskipti voru
ótrygg í mörg ár. I alþjóðastjórnmálum var þjóðríkjareglan hafin
til skýjanna og þjóðernissinnuð viðhorf lituðu mjög samskipti
ríkja.
42 Guðmundur Jónsson, „The State“, sjá einkum bls. 180-83, 371-76.
43 „Um skattamál íslands", Eimreiðin X (1904), bls. 169.