Skírnir - 01.04.1995, Page 96
90
GUÐMUNDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
ísland fór ekki varhluta af þessum breytingum. Tekin var upp
viðamikil stjórnstýring atvinnulífs meðan á stríðinu stóð, sem var
ekki afnumin að fullu að því loknu.44 Arið 1920 var innflutnings-
höftum beitt í fyrsta sinn, og þótt þau yrðu ekki langlíf var for-
dæmið skapað, hugmyndalegur grundvöllur lagður og lagaheim-
ildirnar látnar halda sér. I stríðinu komust Islendingar upp á
bragðið með ríkiseinkasölur og lærðist skömmu síðar að nota
þær sem tæki til að koma atvinnustarfsemi úr höndum útlendinga
eins og dæmin um steinolíueinkasöluna 1923 og síldareinkasöl-
una 1928 sanna.
Það sem mestu réði um framgang efnahagslegrar þjóðernis-
stefnu á þessum árum var þó stofnun fullvalda ríkis á íslandi árið
1918 og sú löggjöf sem fylgdi í kjölfar þess. Með sambandslögun-
um náðu íslendingar fram aðalmarkmiðum stjórnfrelsisbarátt-
unnar og fengu óskorað vald til að skilgreina efnahagsleg og önn-
ur réttindi útlendinga á íslandi - að öllu leyti nema einu. Sjötta
grein laganna kvað á um gagnkvæman ríkisborgararétt Dana og
Islendinga og frjálsa heimild þeirra, „hvar sem þeir eru búsettir“,
til fiskveiða innan landhelgi hvors ríkis. Flestir íslendingar töldu
að ákvæðið um atvinnujafnrétti væri það gjald sem þeir þyrftu að
greiða til þess að Danir viðurkenndu fullveldi íslands - gjald sem
hægt var að taka til endurskoðunar eftir árslok 1940.
A fyrstu árum fullveldis voru sett ýmis lög sem miðuðu að því
að setja skorður við ákvæðum sambandslaganna um atvinnujafn-
rétti og gera íslenskan ríkisborgararétt að skilyrði fyrir vinnu og
atvinnurekstri í landinu. Með lögum um eignarrétt og afnotarétt
fasteigna árið 1919 varð heimilisfesti á íslandi gerð að skilyrði
fyrir eign og afnotum fasteigna á landi, og tók þetta meðal annars
til veiðiréttar og vatnsréttinda.451 lögum frá árinu 1922 voru sett-
ar strangari reglur um umgengni útlendra skipa í landhelgi en al-
mennt gerðist hjá öðrum þjóðum á þeim tíma.46 Nú urðu menn
44 Guðmundur Jónsson, „Upphaf ríkisafskipta af efnahagsmálum. Efnahagsmál
á Alþingi og í ríkisstjórn á árum fyrri heimsstyrjaldar 1914-1918“, ópr. ritg. í
Hbs. cand.-mag. próf í sagnfræði við H. í. 1983.
45 Sí/t.1919 A, bls. 196-98.
46 Stjt. 1922 A, bls. 46-49. - Jón Krabbe, Frá Hafnarstjóm, bls. 98.