Skírnir - 01.04.1995, Page 99
SKlRNIR
ÞJÓÐERNISSTEFNA, HAGÞRÓUN
93
Aftur á móti komu neikvæð áhrif þjóðernisstefnu á hagþróun
fram þegar andstaða við umbætur var réttlætt með tilvísun til
„þjóðlegrar sérstöðu“ Islendinga eins og í tilviki ábúðarmálanna.
Neikvæðu áhrifin voru þó sýnu sterkust í einangrunarhneigð í
viðskiptamálum sem fór vaxandi eftir 1918 og reis hæst á kreppu-
árunum þegar saman fóru hátt gengi krónunnar og ýmsar stjórn-
arráðstafanir, einkum geysiháir tollmúrar, sem slitu Island að
verulegu leyti úr tengslum við erlendar efnahagsaðstæður. I því
efni fetuðu íslendingar að vísu í fótspor annarra þjóða og voru
bundnir í báða skó af viðskiptasamningum við erlend ríki, en þeir
gengu engu að síður mjög langt í verndarstefnu sinni.
Ljóst er af framansögðu að þjóðernishyggja hefur haft víðtæk
áhrif á íslensk efnahagsmál. Sess hennar í stjórnmálum Islendinga
verður þó ekki réttilega metinn nema við viðurkennum þau tak-
mörk sem henni hafa ávallt verið sett á efnahagssviðinu. Hversu
sterk sem löngun Islendinga hefur verið til að búa sem best að
sínu hafa þeir orðið að byggja afkomu sína á öflugum tengslum
við útlönd, vegna þess hve hagkerfið er lítið, auðlindirnar fá-
breyttar, framleiðslan einhæf og heimamarkaðurinn óverulegur.
Mikil og þróuð einkaneysla hinnar nýríku þjóðar á eftirstríðsár-
unum hefur aukið enn mikilvægi innflutnings. Því er vandfundið
það hagkerfi sem reiðir sig jafn mikið á utanríkisverslun og hið
íslenska. Olnbogarými stjórnvalda til að framfylgja innhverfri,
„þjóðlegri" efnahagsstefnu hefur af þessum sökum verið minna
en flestra stærri þjóða.51 Aðlögun hagkerfisins að alþjóðamörk-
uðum varð óvirkari en í nágrannalöndunum á því tímabili sem
hér um ræðir, hún byggðist fyrst og fremst á því að selja fáar, lítt
unnar matvörur og hráefni á lágu verði á erlenda markaði.
Hvorki efnahagslegri þjóðernisstefnu né öðrum öflum tókst að
sporna við þeirri þróun.
51 Dudley Seers, The Political Economy of Nationalism, bendir á efnahagslega,
pólitíska og menningarlega þætti sem skapa og takmarka olnbogarými („room
to manoeuvre“) stjórnvalda til að framfylgja þjóðlegri efnahagsstefnu.